Íslenskuþjálfarinn Frá því snemma árs 2019 hefur starfsfólk Tröppu ráðgjafar (nú Ásgarðs) unnið að því að þróa og prófa fjarnáms- og kennsluleið til þess að þjálfa fólk með annað tungumál en íslensku að móðurmáli í að tala íslensku. Hugmyndin var að bregðast þyrfti við aukinni eftirspurn eftir öðrum leiðum en hefðbundnum íslenskunámskeiðum sem byggja mikið til á bóklegu námi, til að styðja við fólk sem hingað sækir í auknum mæli með starfsháttum sem væru afslappaðir, byggðu ekki á málfræðikennslu og skriflegu námi nema að litlu leyti heldur samskiptum fyrst og fremst. Mikilvægur hvati að verkefninu var einnig að nýta þá sérþekkingu sem býr í sérhverjum íbúa sem getur talað íslensku og að verið væri að skapa nútíma atvinnutækifæri óháð staðsetningu þar sem eina skilyrðið til að geta orðið íslenskuþjálfari væri einfaldlega að tala íslensku! Unnið er útfrá hugmyndafræði í tungumálakennslu sem byggir fyrst og fremst á samskiptum sem þjóna tilganginum að gera sig skiljanlega. Litið er...