Skip to main content

Posts

Showing posts from May, 2022

Lærissneið – Múrarnir rofnir

Við sem erum alin upp í fámennum grunnskólum vitum að það eru bæði kostir og gallar sem fylgja því að hrærast í fámennu skólasamfélagi. Kostnir eru yfirleitt mjög margir en það getur verið erfitt að koma til móts við fjölbreyttar þarfir barna til dæmis er varðar aðgang að valgreinum og sérhæfðari námsgreinar. Ég man eftir því að hafa klórað mér í hausnum yfir valgreinunum þegar ég var skólastjóri á Flateyri fyrir óralöngu síðan, hvernig í ósköpunum er hægt að bjóða upp á valgreinar við hæfi þegar nemendur á unglingastigi eru mögulega tólf eða færri í 8.-10 bekk?  Á síðasta skólaári fengum við í Ásgarði veglegan styrk frá SSNE til þess að þróa kennslu í Skóla í skýjunum sem nýttist meðal annars í að útbúa miðlægt tvær valgreinar, önnur var tölvuleikjahönnun með Unity og hin var bókagerð. Nemendur úr níu skólum í þremur hópum komu saman á netinu yfir heila önn. Tilraunin heppnaðist vel og saman lærðum við, skólastjórnendur og kennarar mjög margt um nauðsynlegan aðbúnað og stuðning ...