Heilmikil umræða hefur átt sér stað um stöðu barna og íslensku skólana. Tölur um læsi fara áfram hnignandi, ádeila á leshraðapróf eykst og töluverðar upphrópanir viðhafðar almennt um ómögulegt skólastarf. Við í Ásgarði vinnum alla daga að því að styðja kennara og skólastjórnendur og stundum sveitastjórnarmenn í því að finna leiðir til þess að bæta almenna kennslu og skólastarf. Skólastjórnendur í tugavís og kennarar í hundraðavís ígrunda á hverjum degi hvað má betur fara og hvaða leiðir eru færar til þess að bæta stöðuna – það getum við staðfest. En rétt er að það má gera betur. Samkvæmt þeim mælingum sem við nýtum okkur er staða fjölmargra barna og þá sérstaklega drengja komin að þolmörkum og það er óviðunandi. Við getum nefnilega öll brugðist við núna – það er engin ástæða til að bíða – við getum öll brugðist við strax, ekki bara kennararnir – heldur foreldrarnir og samfélagið allt. Læsi er íslenskan, læsi er samskipti, ritun, samræða og tjáning sem við getum öll eflt í daglegum...