Það voru stoltir kennarar og ráðgjafar sem fögnuðu vel heppnaðri ráðstefnu sem 120 gestir sóttu föstudaginn 14. apríl síðastliðinn á Grand Hotel í Reykjavík. Rúmlega áttatíu kennarar úr sjö grunnskólum á Vestfjörðum hafa starfað saman í tvö ár að því að koma auga á gæði í eigin starfi og var afraksturinn kynntur á ráðstefnunni. Framtakið hefur vakið athygli víða og mikið spurt um ráðstefnugögnin. LÆRVEST samstarfsverkefnið var styrkt af Sprotasjóði fyrir skólaárin 2021-2023, verkefnastjóri var Ásdís Snót Guðmundsdóttir skólastjóri Patreksskóla og ráðgjafar Ásgarðs sáu um kennsluráðgjöf. Hér fyrir neðan er hægt að sækja og skoða glærur fyrirlesaranna ef einhverjir vilja nýta sér hugmyndirnar. Myndböndin hafa verið fjarlægð úr glærunum og nöfn og andlit barnanna verið hulin. LÆRVEST er komið til að vera - á næsta ári er stefnan tekin á Hof á Akureyri þar sem fyrirhugað er að gefa enn fleiri kennurum kost á að deila gæðarýndum verkefnum sínum með öðrum kennurum. Fylgist með - hægt er að s...