Í vor fór af stað verkefni sem í daglegu tali nefndist Bókun 1. Orðið sem slíkt hefur enga merkingu í huga flestra en varðaði gerð kjarasamninga grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga og starfsumhverfi kennara og vinnumats í grunnskólum. Sveitarfélögin áttu í kjölfarið ítarlegt samtal við sína kennara og fengu þá til þess að leggja mat á starfsumhverfið í víðu samhengi og það starf sem þeim er ætlað að vinna innan svokallaðs vinnumats sem er einskonar tímaáætlun sem gerð er að hausti þar sem áætlað er hversu mikill tími fer í kennslu og undirbúning og önnur verkefni. Sveitarfélögunum var síðan skylt að skila inn úrbótaáætlun þar sem gerð er grein fyrir þeim úrbótum sem sveitarfélögin ætla að ráðast í til að ráða bót á starfsumhverfi kennara og framkvæmd vinnumats. Slík úrbótaáætlun ætti nú að vera til taks hjá hverju sveitarfélagi. Það er skemmst frá því að segja að fjölmargar ábendingar bárust sveitarfélögunum og nú hafa niðurstöður umbótaáætlana allra sveitarfélaganna ...