Fjarkennsla á grunnskólastigi Við hjá Tröppu erum þeirra gæfu aðnjótandi að fá að taka þátt í lífi nokkurra unglinga sem búa í einu af afskekktasta sveitarfélagi landsins en 60% af þeirra kennslu og námi fer fram frá skrifstofunni okkar á Akureyri í rúmlega 500 km fjarlægð frá skólanum þeirra. Á hverjum degi hljóma samræður og glímur daglegra viðfangsefna í litlum sveitarskóla í mínum eyrum. Þvílík forréttindi að vera beintengdur námi og kennslu og þeim krefjandi viðfangsefnum sem kennarar og nemendur taka að sér daglega. Fjarkennsla fjarlægur draumur Þetta kann að hljóma eins og að ég sé 100 ára en það er óralangt síðan að ég leiddi hugann að fjarkennslu á grunnskólastigi, fyrst sem skólastjóri á Flateyri í kringum síðustu aldamót, en þá dreymdi mig um að komast í samstarf og samvinnu við aðra skóla og hafa aðgang að tækni til að geta boðið nemendum upp á hágæða stærðfræðikennslu, svo dæmi sé tekið. Ég var mjög meðvituð um að ég sjálf væri alls ekki besti kosturinn þegar kæmi að...