A, B, C….. Sprengjugerð! Af hverju er ekki hægt að gefa einkunnir í tölustöfum lengur? Er A það sama og 10? Er hægt að fá A? Er hægt að nota bæði bókstafi og tölustafi við námsmat? Nei, það er ekki hægt að umreikna tölulegt námsmat yfir í hæfnimiðað nám og námsmat. Og til þess að útskýra málið skulum við tala um sprengjugerð. Í hefðbundinni bekkjarkennslu myndi kennarinn halda fyrirlestur um sprengjugerð og nemendur væru með námsbók þar sem fjallað er um það hvernig á að gera sprengju. Kennarinn myndi fara vandlega yfir efnið og nemendum væri ljóst hvað þau þyrftu að vita áður en hann leggur fyrir þau próf. Hann tekur nokkra tíma í viðfangsefnið og umræður fara fram. Síðan leggur hann fyrir próf, engin samvinna né hjálpargögn. Ef nemandinn svarar 9 atriðum af 10 réttum þá fær sá hinn sami 9.0 á prófinu. Þetta er einfalda útgáfan af þekkingamiðaðri kennslu og námsmati. Árið 2011 breyttist Aðalnámskráin og nú er okkur uppálagt að auka hlutfall fjölbreyttra kennsluhátta og námsmats ...