Kennslustofan; Hólmavík – Akureyri – Hofgarður – New York Við í ráðgjafahópi Ásgarðs (áður Tröppu) erum svo heppin að vera með fjölbreytta innsýn inn í skólastarf – allt frá stefnumótun niður í hjartað á öllu skólastarfi – kennsluna sjálfa. Í vikunni átti sér stað tímamóta verkefni með skemmtilegri samvinnu milli unglinga tveggja lítilla skóla á landsbyggðinni; Grunnskólans í Hofgarði í Öræfasveit og Grunnskólans í Hólmavík. Þeir 672 kílómetrar sem skilja þessa tvo skóla að voru engin hindrun. Nemendurnir unnu í þremur hópum, tveim á Hólmavík og einum í Hofgarði. Umræðuefnið var 9/11 þar sem tímasetning bauð vissulega upp á það. Kennsluaðferðin var leitar- og uppgötvunarnám þar sem unnið var eftir SOLE- leiðbeiningunum en þar er gert ráð fyrir því að spurning eða spurningar stjórni ferðinni í eina kennslustund. Í þessu tilviki höfðu kennararnir komið sér saman um að spurningin væri “Hvað gerðist 11. september 2001 og hvers vegna?”. Krakkarnir fengu 40 mínútur til þess að vin...