Skip to main content

Posts

Showing posts from October, 2018
  Drepur skriftarkennsla sköpun? Ég velti þessu fyrir mér þegar ég horfi á meðfylgjandi mynd. Sonur minn hann Tómas hóf skólagöngu sína þegar hann var 5 ára. Hann var þá eins og flest börn á hans aldri búinn að fara í gegnum leikskóla þar sem lögð var áhersla á að kynnast helstu hljóðum, bókstöfum og tölustöfum – allt í gegnum leik í afslöppuðu og kærleiksríku umhverfi. Við bjuggum á þessum tíma í landi þar sem töluð var enska.    Þegar hann hóf grunnskólagöngu sína 5 ára var okkur foreldrunum gerð grein fyrir því að í þessum skóla væri tungumálið nánast heildstætt. Einn af mikilvægum grunnþáttum skólagöngunnar væri sköpun og þannig væri mikilvægt að þau fengju að skapa hver á sinn hátt og vaxa sem einstaklingar – hvert á sinn hátt. Í þessu skólastarfi fór öll vinna barnanna fram í stílabókum eða á óútfylltum skjölum í tölvunni. Við foreldrarnir vorum beðin um að kenna ekki skrift sérstaklega og að kaupa ekki skriftarbækur – heldur miklu frekar að hvetja Tómas til að...