Skip to main content

 

Drepur skriftarkennsla sköpun?

Ég velti þessu fyrir mér þegar ég horfi á meðfylgjandi mynd. Sonur minn hann Tómas hóf skólagöngu sína þegar hann var 5 ára. Hann var þá eins og flest börn á hans aldri búinn að fara í gegnum leikskóla þar sem lögð var áhersla á að kynnast helstu hljóðum, bókstöfum og tölustöfum – allt í gegnum leik í afslöppuðu og kærleiksríku umhverfi. Við bjuggum á þessum tíma í landi þar sem töluð var enska.   

Þegar hann hóf grunnskólagöngu sína 5 ára var okkur foreldrunum gerð grein fyrir því að í þessum skóla væri tungumálið nánast heildstætt. Einn af mikilvægum grunnþáttum skólagöngunnar væri sköpun og þannig væri mikilvægt að þau fengju að skapa hver á sinn hátt og vaxa sem einstaklingar – hvert á sinn hátt. Í þessu skólastarfi fór öll vinna barnanna fram í stílabókum eða á óútfylltum skjölum í tölvunni. Við foreldrarnir vorum beðin um að kenna ekki skrift sérstaklega og að kaupa ekki skriftarbækur – heldur miklu frekar að hvetja Tómas til að skrifa, halda dagbók – skrifa um áhugamál sín eða skrifa ömmu sinni og afa eða hvað sem er. Hann myndi smán saman læra að skrifa læsilega. Áherslan skyldi vera á framfarir.

Ári seinna hóf Tómas nám í íslenskum grunnskóla – þá í 1. bekk, sem sagt – hann hóf grunnskólagönguna aftur – nú ári seinna. Rétt er að taka fram að Tómas er tvítyngdur og hefur alltaf verið jafnvígur á báðum tungumálum – ensku og íslensku. Ég átti bágt með að trúa mínum eigin augum þegar á 100 daga hátíðinni – eftir eitthundrað daga í fyrsta bekk – að sonur minn skrifaði þrjú orð þegar hann var beðinn um að skrifa sögu um bónda sem átti 100 kindur. Hann skrifaði “Hann rak 100…” – ekkert annað- en skrifað með fullkominni ítalskri skrift – lykkjurnar allar á sínum stað. Ég fór að sitja kennslustundir til að fylgjast með aðferðunum og kom fljótlega auga á að ætlast var til þess að börnin drægju “rétt” til stafs. Ég varð hissa þegar ég tók eftir að það tíðkaðist að kennarinn strokaði út stafina ef börnin gerðu “mistök” við stafagerðina, þ.e. ef stafurinn var ekki akkúrat á línunni þá strokaði kennarinn út og lét barnið gera aðra tilraun. Þegar 100 dagar voru liðnir af skólanum var stafainnlögnin enn í gangi þar sem öll börnin unnu með staka stafi og hljóð hvort sem að þau kynnu að lesa eða ekki, þ.e. hvorki einstaklingsmiðuð né heildstæð nálgun að mínu mati.  

Ég tók saman sýnishorn af fyrstu 100 dögunum í móðurmálsbókinni í 1. bekk þegar hann var 5 ára – og stillti upp á móti sýnishorni af móðurmálskennslunni í 1. bekk þegar hann var 6 ára.




Hvað finnst ykkur – drap skriftarkennslan og áherslan á stafainnlögn hæfileika Tómasar til að skrifa og skapa sögur?

Ég læt fylgja með nokkrar hugmyndir um “Ritun til náms” úr bókinni Skapandi skóli – Handbók um fjölbreytta kennsluhætti og stafræna miðlun.

  • Ritun til náms; Writing to learn

    • Flæðiskrif

    • Kraftskrif

    • Skilgreining hugtaka

    • Samantekt

    • Lykilorð

    • Ljóð

    • Mynd verður saga

    • Búningaritun

    • Leikmunaritun

    • Leikritun

    • Hópur vinnur saman

Best kveðjur,

Kristrún Lind Birgisdóttir framkvæmdastjóri

Áður birt á trappa.is fyrir nafnabreytingu


Comments

Vinsælt

Persónumiðað skólastarf fyrir öll börn - Það ER góður skóli

Gæði Ásgarðsskóla, skóla í skýjunum hafa verið staðf est, með ytra mati MMR og auðvitað líka með kerfisbundnu innra mati. Námið í skólanum er í samræmi við stefnu skólans, það er sniðið að persónulegum þörfum nemenda, það er unnið lýðræðislega með nemendum, foreldrum og starfsfólk fær þann stuðning sem þarf og innra mat uppfyllir sett skilyrði. Í Ásgarðsskóla er stefnan skýr. Hún hverfist um allt skólastarfið og birtist á hverjum degi í verkefnum nemenda og kennara. Verkaskipting í skólastjórninni er kannski óvenjuleg að einhverju leyti en uppfyllir samt ströngustu skilyrði. Einn sér um fjármál og rekstur og hefur yfirumsjón með gæðamálum . Annar er skólastjóri nemendanna, starfsfólksins og foreldranna og þriðji stjórnandinn er námskrárstjóri .  Fundir eru skipulagðir með stífri fundaáætlun í hverri viku sem aldrei eru felldir niður. Skýr verkaskipting er líka á milli kennara sem byggja á styrkleikum þeirra og kennarar sitja eins fáa fundi og mögulegt er. Það þýðir ekki að kennara...

Hvað er góður skóli? Gæðastarf í leik- og grunnskólum á mannamáli

Tímamóta ráðstefna um menntamál: „Hvað er góður skóli?“ Gæðastarf í leik- og grunnskólum á mannamáli verður haldin þann 12. apríl næstkomandi í Hofi á Akureyri. Ráðstefnan er ætluð sveitarstjórnarfólki, kennurum, starfsfólki skóla, áhugafólki um skólastarf, foreldrum og nemendum. Dagskráin hefst kl. 09.00 og lýkur um kl. 16.00. Ráðstefnugjaldið er aðeins 3.900 krónur og hægt er að tryggja sér miða hér . Skólaráðgjafaþjónustan Ásgarður stendur fyrir ráðstefnunni. Á ráðstefnunni koma fram kennarar, skólastjórnendur, ráðgjafar og stjórnendur sveitarfélaga sem þekkja vel notkun gæðaviðmiða til þess að efla gæði skólastarfs. Hagnýt ráð og leiðbeiningar á mannamáli sem henta öllum sem vilja auka gæði nútíma skólastarfs. Þetta er einstakt tækifæri fyrir sérfræðinga, kennara, skólastjórnendur, foreldra og nemendur til að koma saman og ræða gæði og mikilvægi menntunar í nútíma samfélagi. Við hvetjum alla áhugasama um gott skólastarf í leik- og grunnskólum á Íslandi til að mæta og taka þátt í þe...

Sænska og norska í stað dönsku fyrir unglingastig - nokkur pláss laus!

  Sænska og norska í stað dönsku  Fyrir nemendur á unglingastigi  Kennsla hefst mánudaginn 26. ágúst kl. 15.00 Við hjá Ásgarði skólaþjónustu höfum verið að reka Tungumálaskóla fyrir Akureyrarbæ undanfarin misseri. Við erum með nokkur laus pláss í sænsku og norsku sem okkur langar að bjóða ykkur að nýta ef þið eruð með nemendur sem ættu að vera í þeim fögum.   Kennsla í norsku og sænsku hefst þann 26. ágúst kl. 15.00 í Tungumálaskólanum sem er fjarskóli fyrir nemendur sem eru undanþegnir dönskunámi. Starfsfólk á vegum skóla og ráðgjafarþjónustunnar Ásgarðs (www.ais.is) sér um kennsluna og alla umsýslu. Tímarnir verða á mánudögum milli klukkan 15.00 og 16.00 fram á vor. Við gerum ráð fyrir að nemendur vinni sjálfstætt á milli kennslustunda og geti vonandi nýtt tímann í skólanum á meðan aðrir nemendur eru í dönsku. Hver nemandi fylgir því skóladagatali sem á við þann skóla sem viðkomandi er skráður í.  Öll kennsla fer fram á netinu sem þýðir að gert er ráð ...