Skip to main content

Posts

Showing posts from April, 2020

Hvernig varð skólinn Ásgarður til?

  Hvernig varð skólinn Ásgarður til? Síðastliðin þrjú ár höfum við hjá Tröppu skólaþjónustu kennt nemendum í nokkrum fámennum skólum á landinu. Í gegnum þá vinna hefur skapast dýrmæt reynsla við að útfæra aðalnámskrá grunnskóla í gegnum fjarnám og kennslu. Nú hefur fjarkennslan verið klofin út úr skólaþjónustunni og skólinn Ásgarður er orðinn að veruleika. Það lá ekki alveg beint við að opna skóla sem væri alfarið óháður staðsetningu. Í mörg ár hefur það flækst fyrir okkur hvernig best væri hægt að tryggja aðgengi nemenda að gæða námi og kennslu t.d. þeim nemendum sem búa langt frá skólum eða eru mikið á ferðinni. Á sama tíma hefur það verið draumur að vinna að alþjóðlegri fyrirmynd og sauma saman alþjóðlega hæfnimiðaða námskrá og Aðalnámskrá grunnskóla og margar hugmyndir verið uppi um hvernig og hvenær væri best að fara af stað með það. Á einum af löngum bílferðum fæddist Ásgarður. Í vetur tókum við á móti nemanda í 10. bekk sem stefnir á að ljúka markmiðum grunnskólans í fjarná...