Hvernig varð skólinn Ásgarður til?
Síðastliðin þrjú ár höfum við hjá Tröppu skólaþjónustu kennt nemendum í nokkrum fámennum skólum á landinu. Í gegnum þá vinna hefur skapast dýrmæt reynsla við að útfæra aðalnámskrá grunnskóla í gegnum fjarnám og kennslu. Nú hefur fjarkennslan verið klofin út úr skólaþjónustunni og skólinn Ásgarður er orðinn að veruleika.
Það lá ekki alveg beint við að opna skóla sem væri alfarið óháður staðsetningu. Í mörg ár hefur það flækst fyrir okkur hvernig best væri hægt að tryggja aðgengi nemenda að gæða námi og kennslu t.d. þeim nemendum sem búa langt frá skólum eða eru mikið á ferðinni. Á sama tíma hefur það verið draumur að vinna að alþjóðlegri fyrirmynd og sauma saman alþjóðlega hæfnimiðaða námskrá og Aðalnámskrá grunnskóla og margar hugmyndir verið uppi um hvernig og hvenær væri best að fara af stað með það.
Á einum af löngum bílferðum fæddist Ásgarður. Í vetur tókum við á móti nemanda í 10. bekk sem stefnir á að ljúka markmiðum grunnskólans í fjarnámi. Allt í einu lá þetta beint við. Nemendur geta náð öllum markmiðum sínum í skóla sem sameinar þau á skjánum, það er hægt að ná félagslegum markmiðum, námslegum og líkamlegum og þar er hægt að vinna með gæða aljþóðlega námskrá í leiðinni. Ásgarður verður samstarfsvettvangur og tækifæri til þess að fara aðrar leiðir til að ná háleitum markmiðum.
Við höfum lært að með námi óháð staðsetningu má jafna aðgengi nemenda að námi hvar sem þeir búa. Nemendur okkar hafa flestir verið á unglingastigi en við höfum bæði unnið með börnum á til dæmis mið og unglingastigi.
Það er skemmst frá því að segja að
Lykilatriði í fjarnámi og kennslu er að nýta tækifærið og slá tvær til þrjár flugur í einu höggi með samþættingu námsgreina. Leyfa nemendum að taka þátt í að velja viðfangsefnin.
Lykilatriði er að kennarinn fikri sig áfram og hafi skýr markmið með náminu/kennslustundum/fjarfundum.
Lykilatriði tæknilega er að nota það sem kennarar treysta sér til að nota og hafa notað áður.
Lykilatriði er að setja nemendunum fyrir verkefni sem fara á dýptina, taka tíma og eru lengi í vinnslu.
Þetta er stutta útgáfan af stofnun Ásgarðs. Fylgist með skrafi kennara og starfsmanna hér á blogginu.
Kristrún Lind Birgisdóttir
Skólastjóri og framkvæmdastjóri Ásgarðs í skýjunum
Fylgist með nemendum hér.
Comments
Post a Comment