Skip to main content

Posts

Showing posts from May, 2020

Sviðsmyndin "fjarnám og kennsla fyrir alla" - getur jafnað aðgengi barna að námi tímabundið

  Sviðsmyndin "fjarnám og kennsla fyrir alla" - getur jafnað aðgengi barna að námi tímabundið Grunnskólar geta jafnað aðgengi nemenda að námi og lágmarkað smithættu með fjarnámi og kennslu. Ein leið til þess að bregðast við þessu fordæmalausa ástandi í samkomubanni er að taka upp fjarnám og kennslu fyrir alla nemendur og gera ekki greinarmun á nemendum sem mæta í skólann og þeim sem eru heima . Þá er hreinlega hægt að mælast til þess að þau börn sem geta verði heima að miklu leyti. Einhverjir munu kjósa að halda börnunum sínum heima og svo auðvitað þau sem eru viðkvæm fyrir og verða eðli málsins samkvæmt að vera heima. Kennarar og forsvarsmenn skólanna geta skipulagt að nemendur komi í skólann í smærri hópum og hitta kennarann sinn og jafnvel nokkra aðra nemendur í senn. Þetta gætu verið stuttir fundir, göngur eða útileikir eða kennsla eða allt í bland. Þannig er líka hægt að nýta starfskrafta þeirra kennara sem eru viðkvæmir heilsufarslega fyrir. Það er þá ekki gerður grein...

Lykill að fjarkennslu og fjarnámi á grunnskólastigi #COVID-19

  Lykill að fjarkennslu og fjarnámi á grunnskólastigi #COVID-19 Síðustu þrjú skólaár höfum við hjá Tröppu ráðgjöf kennt nemendum á mið- og unglingastigi "í fjar" eins og við köllum það. Nemendur hafa ýmist stundað nám alfarið heiman frá sér eða mætt að einhverju leyti í skólann sinn og stundað nám í fjar að hluta til. Þessi þrjú ár hafa verið okkur dýrmæt og afar mikilvæg reynsla safnast í sarpinn.  Í haust ætlum við að stíga skrefið til fulls og opna grunnskóla fyrir nemendur á unglingastigi sem geta þá alfarið stundað nám óháð staðsetningu. Skólinn heitir Ásgarður og nú þegar er tekið við umsóknum - eina inntökuskilyrðið er að viðkomandi nemandi hafi aldur til að vera á unglingastigi, eða hafi náð 7. bekkjar hæfniviðmiðum - hafi trú á sjálfum sér og hafi vilja til þess að vinna sjálfstætt og með öðrum. Nemendur geta lokið unglingastiginu á tveimur til þremur árum í Ásgarði.  Í ljósi þess að nú hafi verið lýst yfir neyðarástandi vegna heimsfaraldurs COVID-19 veirunnar ...