Sviðsmyndin "fjarnám og kennsla fyrir alla" - getur jafnað aðgengi barna að námi tímabundið Grunnskólar geta jafnað aðgengi nemenda að námi og lágmarkað smithættu með fjarnámi og kennslu. Ein leið til þess að bregðast við þessu fordæmalausa ástandi í samkomubanni er að taka upp fjarnám og kennslu fyrir alla nemendur og gera ekki greinarmun á nemendum sem mæta í skólann og þeim sem eru heima . Þá er hreinlega hægt að mælast til þess að þau börn sem geta verði heima að miklu leyti. Einhverjir munu kjósa að halda börnunum sínum heima og svo auðvitað þau sem eru viðkvæm fyrir og verða eðli málsins samkvæmt að vera heima. Kennarar og forsvarsmenn skólanna geta skipulagt að nemendur komi í skólann í smærri hópum og hitta kennarann sinn og jafnvel nokkra aðra nemendur í senn. Þetta gætu verið stuttir fundir, göngur eða útileikir eða kennsla eða allt í bland. Þannig er líka hægt að nýta starfskrafta þeirra kennara sem eru viðkvæmir heilsufarslega fyrir. Það er þá ekki gerður grein...