Fjársjóðsleit - að bregðast við skólaforðun og bráðgerum nemendum 6 vikna nemendastýrðar lotur þar sem nemendur vinna persónuleg heildstæð verkefni. Hverri lotu lýkur með nemendastýrðu foreldraviðtali. Við lok hverrar lotu metur nemandinn í samráði við kennara og foreldra hvert nemandinn stefnir, hvort hann vilji fara í aðra lotu - aftur í skólann sinn eða halda áfram að vinna að því að ljúka grunnskólanum í samvinnu við Ásgarð. Meginmarkmið er að nemandinn fari aftur í sinn heimaskóla og ljúki námi þar eða útskrifist þaðan. Lotan hefst á viðtali við kennara og náms- og starfsráðgjafa og kortlagningu styrkleika viðkomandi. Í upphafi hverrar lotu gera nemandi og kennari stöðumat (KVL) og við lok hverrar lotu er farið yfir framfarir og nemandinn orðar þá nýju hæfni og þekkingu sem hann hefur tileinkað sér. Námið fer alfarið fram á netinu nema að nemandinn sæki einhverja tíma í skólanum þá heldur það áfram. Nemandinn vinnur heima og þarf að hafa aðgang að tölvu með myndavél og...