Skip to main content

Viltu finna fjársjóð? Fjársjóðurinn býr innra með hverjum og einum

Fjársjóðsleit - að bregðast við skólaforðun og bráðgerum nemendum

6 vikna nemendastýrðar lotur þar sem nemendur vinna persónuleg heildstæð verkefni. Hverri lotu lýkur með nemendastýrðu foreldraviðtali. Við lok hverrar lotu metur nemandinn í samráði við kennara og foreldra hvert nemandinn stefnir, hvort hann vilji fara í aðra lotu - aftur í skólann sinn eða halda áfram að vinna að því að ljúka grunnskólanum í samvinnu við Ásgarð. Meginmarkmið er að nemandinn fari aftur í sinn heimaskóla og ljúki námi þar eða útskrifist þaðan. 

Lotan hefst á viðtali við kennara og náms- og starfsráðgjafa og kortlagningu styrkleika viðkomandi. Í upphafi hverrar lotu gera nemandi og kennari stöðumat (KVL) og við lok hverrar lotu er farið yfir framfarir og nemandinn orðar þá nýju hæfni og þekkingu sem hann hefur tileinkað sér. 

Námið fer alfarið fram á netinu nema að nemandinn sæki einhverja tíma í skólanum þá heldur það áfram. Nemandinn vinnur heima og þarf að hafa aðgang að tölvu með myndavél og helst góðri vinnuaðstöðu. Nemandinn vinnur að jafnaði með kennara og/eða öðrum nemendum á skjánum í tvær klukkustundir á dag, virka daga vikunnar. Nemandinn fylgir annars almennt skóladagatali þess skóla sem viðkomandi nemandi er skráður í. Almennt er gert ráð fyrir því að sá tími sé á morgnana en fyrirkomulagið er sveigjanlegt og unnið í samráði við nemendur. 

Hópastærðin er frá 1 og upp í 8 nemendur í senn sem stefnt er á að vinni saman og í sitthvoru lagi að verkefnum sínum. Nemendur eru undir öllum kringumstæðum skráðir í heimaskólann sinn. Samkomulag er gert á milli Ásgarðs og skólans sem greiða fyrir þjónustuna - í einhverjum tilvikum greiðir félagsþjónustan og stundum foreldrar. 

Áherslur Ásgarðs

Í Ásgarði er skólasamfélag sem vinnur að því með nemendum sínum og fjölskyldum þeirra að þeir verði færir um að vera virkir þegnar í nútímasamfélagi og geti lagt sitt af mörkum við að bæta heiminn. 

Í Ásgarði gera allir alltaf sitt besta. Við sýnum hvert öðru virðingu og látum til okkar taka við að gera umhverfi okkar og heiminn allan betri. 

Stefna Ásgarðs er að nemendur og starfsfólk: 

  • Séu forvitin og njóti þess að kafa ofan í  viðfangsefni sín  

  • Aðlagist síbreytilegum aðstæðum

  • Gefist ekki upp

  • Beri umhyggju fyrir sér og öðrum 

  • Ástundi góð samskipti og sýni virðingu í einu og öllu

  • Sýni tillitsemi við hvert annað og alla í umhverfi sínu 

  • Geti unnið sjálfstætt og með öðrum 

Í Ásgarði er sérstaklega lagt upp með að líta á heiminn sem eina heild, bera virðingu fyrir íbúum alheimsþorpsins, menningu allra, stjórnmálum,  tungumálum og listum.

Kennslufræðileg stefna 

Starfsfólk Ásgarðs hefur sett sér það markmið að bjóða upp á framúrskarandi námskeið og tryggja meðal annars að fjölbreyttir kennsluhættir og námsmat birtist með skýrum hætti í starfi með nemendum. Kennarar hafa sett sér viðmið um hlutfall mismunandi kennsluhátta og námsmats til að mæta sem best fjölbreyttum þörfum nemenda.

Í Ásgarði hefur verið ákveðið að byggja á að mestu á aðferðum IMYC námskrárinnar þar sem námsferlið byggir á samþættingu námsgreina og eftirfarandi rannsóknarferli. Námið grundvallast á þemum og samþættingu námsgreina.


Comments

Vinsælt

Persónumiðað skólastarf fyrir öll börn - Það ER góður skóli

Gæði Ásgarðsskóla, skóla í skýjunum hafa verið staðf est, með ytra mati MMR og auðvitað líka með kerfisbundnu innra mati. Námið í skólanum er í samræmi við stefnu skólans, það er sniðið að persónulegum þörfum nemenda, það er unnið lýðræðislega með nemendum, foreldrum og starfsfólk fær þann stuðning sem þarf og innra mat uppfyllir sett skilyrði. Í Ásgarðsskóla er stefnan skýr. Hún hverfist um allt skólastarfið og birtist á hverjum degi í verkefnum nemenda og kennara. Verkaskipting í skólastjórninni er kannski óvenjuleg að einhverju leyti en uppfyllir samt ströngustu skilyrði. Einn sér um fjármál og rekstur og hefur yfirumsjón með gæðamálum . Annar er skólastjóri nemendanna, starfsfólksins og foreldranna og þriðji stjórnandinn er námskrárstjóri .  Fundir eru skipulagðir með stífri fundaáætlun í hverri viku sem aldrei eru felldir niður. Skýr verkaskipting er líka á milli kennara sem byggja á styrkleikum þeirra og kennarar sitja eins fáa fundi og mögulegt er. Það þýðir ekki að kennara...

Hvað er góður skóli? Gæðastarf í leik- og grunnskólum á mannamáli

Tímamóta ráðstefna um menntamál: „Hvað er góður skóli?“ Gæðastarf í leik- og grunnskólum á mannamáli verður haldin þann 12. apríl næstkomandi í Hofi á Akureyri. Ráðstefnan er ætluð sveitarstjórnarfólki, kennurum, starfsfólki skóla, áhugafólki um skólastarf, foreldrum og nemendum. Dagskráin hefst kl. 09.00 og lýkur um kl. 16.00. Ráðstefnugjaldið er aðeins 3.900 krónur og hægt er að tryggja sér miða hér . Skólaráðgjafaþjónustan Ásgarður stendur fyrir ráðstefnunni. Á ráðstefnunni koma fram kennarar, skólastjórnendur, ráðgjafar og stjórnendur sveitarfélaga sem þekkja vel notkun gæðaviðmiða til þess að efla gæði skólastarfs. Hagnýt ráð og leiðbeiningar á mannamáli sem henta öllum sem vilja auka gæði nútíma skólastarfs. Þetta er einstakt tækifæri fyrir sérfræðinga, kennara, skólastjórnendur, foreldra og nemendur til að koma saman og ræða gæði og mikilvægi menntunar í nútíma samfélagi. Við hvetjum alla áhugasama um gott skólastarf í leik- og grunnskólum á Íslandi til að mæta og taka þátt í þe...

Sænska og norska í stað dönsku fyrir unglingastig - nokkur pláss laus!

  Sænska og norska í stað dönsku  Fyrir nemendur á unglingastigi  Kennsla hefst mánudaginn 26. ágúst kl. 15.00 Við hjá Ásgarði skólaþjónustu höfum verið að reka Tungumálaskóla fyrir Akureyrarbæ undanfarin misseri. Við erum með nokkur laus pláss í sænsku og norsku sem okkur langar að bjóða ykkur að nýta ef þið eruð með nemendur sem ættu að vera í þeim fögum.   Kennsla í norsku og sænsku hefst þann 26. ágúst kl. 15.00 í Tungumálaskólanum sem er fjarskóli fyrir nemendur sem eru undanþegnir dönskunámi. Starfsfólk á vegum skóla og ráðgjafarþjónustunnar Ásgarðs (www.ais.is) sér um kennsluna og alla umsýslu. Tímarnir verða á mánudögum milli klukkan 15.00 og 16.00 fram á vor. Við gerum ráð fyrir að nemendur vinni sjálfstætt á milli kennslustunda og geti vonandi nýtt tímann í skólanum á meðan aðrir nemendur eru í dönsku. Hver nemandi fylgir því skóladagatali sem á við þann skóla sem viðkomandi er skráður í.  Öll kennsla fer fram á netinu sem þýðir að gert er ráð ...