Skip to main content

Posts

Showing posts from December, 2021

Styrkur vegna heimaskóla - Iceland Lichenstein Norway grants

Nú í desember fengu við þær gleðifréttir að við fengum veglegan styrk til að búa til heimaskóla í samvinnu og samstarfi við tvo pólska skóla og eina ráðgjafaþjónustu. Verkefnið gegnur út á að þróa, prófa og útfæra heimaskóla í samvinnu og samstarfi við foreldra á Póllandi og á Íslandi. Með tilraunaskólaleyfi skóla í skýjunum og tilkomu Námsgagnatorgsins getum við gert tilraunir sem munu með tímanum breyta hefðbundnu landslagi grunnskólamála. Við erum spennt og gríðarlega þakklát traustinu sem fylgir því að fá að útfæra skemmtileg og skapandi verkefni með okkar eigin fólki og vinum okkar í Póllandi. Við óskum hér með eftir fjölskyldum til að vinna þessa tilraun með okkur fyrir skólaárið 2022 til 2023. Áhugamir vinsamlegast sendið póst á kristrun@ais.is. Gleðilegt nýtt og spennandi ár Kristrún Lind Birgisdóttir Stofnandi og eigandi Ásgarðs og skóla í skýjunum. 

Nýr skólastjóri Ásgarðs - skóla í skýjunum

Esther Ösp Valdimarsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Ásgarðs - skóla í skýjunum. Hún tekur við starfinu í dag 1. desember. Esther er með MA í mannfræði með áherslu á börn og kynjafræði auk kennsluréttinda. Esther hefur áratuga reynslu af vinnu með ungmennum, í félagsmiðstöðvum og í kennslu og barnavernd svo fátt eitt sé nefnt. Esther hefur starfað að rannsóknum á högum ungmenna út frá kynjuðu sjónarhorni. Hún hefur hlotið hvatningarverðlaun fyrir framlag til menningarmála og er óþreytandi í að leggja sig fram um að breyta tækifærum ungs fólks svo um munar.  Við óskum Esther til hamingju og hlökkum til að vinna með henni að því að gjörbreyta aðgengi barna að námi.