Nú í desember fengu við þær gleðifréttir að við fengum veglegan styrk til að búa til heimaskóla í samvinnu og samstarfi við tvo pólska skóla og eina ráðgjafaþjónustu. Verkefnið gegnur út á að þróa, prófa og útfæra heimaskóla í samvinnu og samstarfi við foreldra á Póllandi og á Íslandi. Með tilraunaskólaleyfi skóla í skýjunum og tilkomu Námsgagnatorgsins getum við gert tilraunir sem munu með tímanum breyta hefðbundnu landslagi grunnskólamála. Við erum spennt og gríðarlega þakklát traustinu sem fylgir því að fá að útfæra skemmtileg og skapandi verkefni með okkar eigin fólki og vinum okkar í Póllandi.
Við óskum hér með eftir fjölskyldum til að vinna þessa tilraun með okkur fyrir skólaárið 2022 til 2023. Áhugamir vinsamlegast sendið póst á kristrun@ais.is.
Gleðilegt nýtt og spennandi ár
Kristrún Lind Birgisdóttir
Stofnandi og eigandi Ásgarðs og skóla í skýjunum.
Comments
Post a Comment