Skip to main content

Posts

Showing posts from October, 2023

Sagan af Askinum og yfirlit yfir hæfniviðmið

Askurinn, námsumsjónarkerfi og námsgagnatorg Ásgarðs skólaráðgjafar, er í stöðugum vexti. Það hefur verið ótrúlega skemmtilegt að þróa Askinn á síðustu árum, þó það reyni stundum á þolinmæðina. Í upphafi varð Askurinn til út frá samstarfi við grunnskólakennara sem við hjá Ásgarði skólaráðgjöf höfum verið svo heppin að vinna með á síðustu árum. Verkefni okkar sem skólaráðgjafaþjónustu er og hefur alltaf verið að styðja við kennara og stjórnendur í leik- og grunnskólum víða um land til að efla gæðastarf og innleiða skólastefnur sveitarfélaganna og ríkisins inn í starfsemi skólanna. Upphaf Asksins í núverandi mynd má rekja til ársins 2016. Þá eru Heiða forstjóri Learncove og teymið hennar að búa til kerfi fyrir grunnskóla til að efla gæðanám og koma til móts við fjölbreyttar þarfir nemenda. Við ræddum mikið við Heiðu um hvernig miðlægt námsgagnatorg, gagnagrunnur og tenging við hæfniviðmið og gögn Menntamálastofnunar gætu verið miðja þess sem kennarar þurfa til að fyrirmyndar skólastarf g...