Skip to main content

Sagan af Askinum og yfirlit yfir hæfniviðmið


Askurinn, námsumsjónarkerfi og námsgagnatorg Ásgarðs skólaráðgjafar, er í stöðugum vexti. Það hefur verið ótrúlega skemmtilegt að þróa Askinn á síðustu árum, þó það reyni stundum á þolinmæðina. Í upphafi varð Askurinn til út frá samstarfi við grunnskólakennara sem við hjá Ásgarði skólaráðgjöf höfum verið svo heppin að vinna með á síðustu árum. Verkefni okkar sem skólaráðgjafaþjónustu er og hefur alltaf verið að styðja við kennara og stjórnendur í leik- og grunnskólum víða um land til að efla gæðastarf og innleiða skólastefnur sveitarfélaganna og ríkisins inn í starfsemi skólanna.

Upphaf Asksins í núverandi mynd má rekja til ársins 2016. Þá eru Heiða forstjóri Learncove og teymið hennar að búa til kerfi fyrir grunnskóla til að efla gæðanám og koma til móts við fjölbreyttar þarfir nemenda. Við ræddum mikið við Heiðu um hvernig miðlægt námsgagnatorg, gagnagrunnur og tenging við hæfniviðmið og gögn Menntamálastofnunar gætu verið miðja þess sem kennarar þurfa til að fyrirmyndar skólastarf geti átt sér stað. Þetta gat þó ekki orðið á þessum tíma, en með árunum óx kerfi Learncove og þróaðist. Learncove teymið reyndi að selja kerfið til grunnskóla og sveitarfélaga, en sú vinna gekk hægt.

Á sama tíma eru við í Ásgarði skólaráðgjöf að leita leiða til að mæta þörfum kennara, meðal annars með því að búa til gögn og efni sem væri hægt að koma beint til þeirra og koma jafnframt námsmati og verkefnasafni nemenda á einn stað. Til að gera langa sögu stutta þá náðum við hjá Ásgarði og Learncove saman á réttum tímapunkti. Við áttum orðið töluvert safn af kennsluáætlunum sem við vorum búin að tengja bæði hæfniviðmiðum Aðalnámskrár og fjölbreyttu gagnasafni MMS. Þannig verður Askurinn til, við nýtum vefumsjónarkerfið Learncove og gefum því nafn og form Asksins.

Það að koma okkar gæða kennsluáætlunum og öðru efni inn á Askinn og til kennara varð vendipunktur í starfi Ásgarðs skólaráðgjafar. Kennarar, skólastjórnendur og sveitastjórnarmenn sjá nú kosti þess að kennarar hafi aðgang að miðlægu, stafrænu gæða gagnasafni og sjá hversu mikinn tímasparnað slíkur aðgangur hefur í för með sér. Stærsta einstaka samstarfsverkefni okkar nú er við Kópavogsbæ en Kópavogur er fyrsta sveitarfélagið sem ætlar sér að nýta sér bæði aðgang að miðlægum gagnagrunni okkar í Askinum og safna í sitt eigið miðlæga gagnasafn á milli sinna skóla.

Askurinn er tímamótaverkefni. Það er ekki aðeins sannfæring mín og teymis míns, heldur benda öll gögn sem við erum að safna í þá átt. Þegar þetta er ritað höfum við krækt í 80% af hæfniviðmiðum Aðalnámskrár, nánast öllum verkefnum fylgja viðmið um árangur sem kennarar geta aðlagað og nemendur og foreldrar geta séð. Í verkefnabankanum eru á annað þúsund verkefni í rúmlega 70 samþættingar/þema verkefnapökkum sem hægt er að nýta bæði í fagreinakennslu og samþættingu og henta einkar vel í teymiskennslu.
Yfirlit yfir verkefnasafnið er á www.askurinn.net


Kristrún Lind Birgisdóttir
Eigandi og framkvæmdastjóri Ásgarðs



Vinsælt

Persónumiðað skólastarf fyrir öll börn - Það ER góður skóli

Gæði Ásgarðsskóla, skóla í skýjunum hafa verið staðf est, með ytra mati MMR og auðvitað líka með kerfisbundnu innra mati. Námið í skólanum er í samræmi við stefnu skólans, það er sniðið að persónulegum þörfum nemenda, það er unnið lýðræðislega með nemendum, foreldrum og starfsfólk fær þann stuðning sem þarf og innra mat uppfyllir sett skilyrði. Í Ásgarðsskóla er stefnan skýr. Hún hverfist um allt skólastarfið og birtist á hverjum degi í verkefnum nemenda og kennara. Verkaskipting í skólastjórninni er kannski óvenjuleg að einhverju leyti en uppfyllir samt ströngustu skilyrði. Einn sér um fjármál og rekstur og hefur yfirumsjón með gæðamálum . Annar er skólastjóri nemendanna, starfsfólksins og foreldranna og þriðji stjórnandinn er námskrárstjóri .  Fundir eru skipulagðir með stífri fundaáætlun í hverri viku sem aldrei eru felldir niður. Skýr verkaskipting er líka á milli kennara sem byggja á styrkleikum þeirra og kennarar sitja eins fáa fundi og mögulegt er. Það þýðir ekki að kennara...

Hvað er góður skóli? Gæðastarf í leik- og grunnskólum á mannamáli

Tímamóta ráðstefna um menntamál: „Hvað er góður skóli?“ Gæðastarf í leik- og grunnskólum á mannamáli verður haldin þann 12. apríl næstkomandi í Hofi á Akureyri. Ráðstefnan er ætluð sveitarstjórnarfólki, kennurum, starfsfólki skóla, áhugafólki um skólastarf, foreldrum og nemendum. Dagskráin hefst kl. 09.00 og lýkur um kl. 16.00. Ráðstefnugjaldið er aðeins 3.900 krónur og hægt er að tryggja sér miða hér . Skólaráðgjafaþjónustan Ásgarður stendur fyrir ráðstefnunni. Á ráðstefnunni koma fram kennarar, skólastjórnendur, ráðgjafar og stjórnendur sveitarfélaga sem þekkja vel notkun gæðaviðmiða til þess að efla gæði skólastarfs. Hagnýt ráð og leiðbeiningar á mannamáli sem henta öllum sem vilja auka gæði nútíma skólastarfs. Þetta er einstakt tækifæri fyrir sérfræðinga, kennara, skólastjórnendur, foreldra og nemendur til að koma saman og ræða gæði og mikilvægi menntunar í nútíma samfélagi. Við hvetjum alla áhugasama um gott skólastarf í leik- og grunnskólum á Íslandi til að mæta og taka þátt í þe...

Sænska og norska í stað dönsku fyrir unglingastig - nokkur pláss laus!

  Sænska og norska í stað dönsku  Fyrir nemendur á unglingastigi  Kennsla hefst mánudaginn 26. ágúst kl. 15.00 Við hjá Ásgarði skólaþjónustu höfum verið að reka Tungumálaskóla fyrir Akureyrarbæ undanfarin misseri. Við erum með nokkur laus pláss í sænsku og norsku sem okkur langar að bjóða ykkur að nýta ef þið eruð með nemendur sem ættu að vera í þeim fögum.   Kennsla í norsku og sænsku hefst þann 26. ágúst kl. 15.00 í Tungumálaskólanum sem er fjarskóli fyrir nemendur sem eru undanþegnir dönskunámi. Starfsfólk á vegum skóla og ráðgjafarþjónustunnar Ásgarðs (www.ais.is) sér um kennsluna og alla umsýslu. Tímarnir verða á mánudögum milli klukkan 15.00 og 16.00 fram á vor. Við gerum ráð fyrir að nemendur vinni sjálfstætt á milli kennslustunda og geti vonandi nýtt tímann í skólanum á meðan aðrir nemendur eru í dönsku. Hver nemandi fylgir því skóladagatali sem á við þann skóla sem viðkomandi er skráður í.  Öll kennsla fer fram á netinu sem þýðir að gert er ráð ...