Skip to main content

Posts

Showing posts from April, 2024

Hvað svo? Stefna OECD í menntamálum og áhrif hennar á Íslandi.

  Þegar tækifæri er til breytinga á áherslum náms og kennslu er ágætt að stoppa og ígrunda af hverju við erum að gera það sem gerum. Fyrir hvern erum við að mennta börn? Er það fyrir þau, næsta skólastig, fyrir samfélagið eins og það er núna eða fyrir þau og samfélagið til framtíðar? Hvað sem okkur kann að finnast um það hér á Íslandi, hafa stefnur OECD í menntamálum bein áhrif á stefnur Íslands.  OECD er með stefnu í gangi sem kallast Wellbeing og við höfum þýtt sem farsæld. Inclusion er líka stefna OECD og reyndar fleiri stofnanna eins og SÞ og UNESCO og það hefur verið þýtt sem inngilding, þannig að þó að þýðingar á hugtökum séu okkar, eru stefnurnar það ekki.  OECD kom líka að gerð menntastefnu ríkisins sem er í gildi til 2030. Stefnan er í takt við þær þjóðfélagsbreytingar sem þurfa að eiga sér stað til að undirbúa börnin okkar fyrir þeirra framtíð sem er um leið okkar framtíð. Allar slíkar breytingar þurfa að byggja á rannsóknum, stöðu samfélaga, greiningu á framtíð...