Ráðgjöfin er að stækka - fleirum gefst kostur á að vera með Við hjá Tröppu ráðgjöf horfum fram á veginn og höfum hafið undirbúning að næsta skólaári. Við höfum fjölgað ráðgjöfum og getum tekið að okkur verkefni og þjónustu fyrir fleiri sveitarfélög frá 1. ágúst 2018. Í okkar vinnu er áherslan yfirleitt að renna styrkum stoðum undir skólastarf með því koma fram með leiðir sem einfalda störf í skólunum svo starfsfólk skólanna geti einbeitt sér að því sem það er best í, að vera með börnum, skipuleggja nám, kennslu og þróun. Markmiðið er ávallt að sveitarfélög geti boðið upp á framúrskarandi skóla. Ráðgjöf Tröppu sérhæfir sig í: Skólaskrifstofa til leigu Trappa ráðgjöf býður upp á almenna lögbundna stoðþjónustu við skóla og sveitarfélög, fjölbreyttar lausnir á stórum og litlum verkefnum sem skólastjórar, millistjórnendur, skólaskrifstofur og fræðslustjórar sinna gjarnan en oft er heppilegra að fela öðrum. Reglubundinn stuðningur og fagráðgjöf er frábær leið til þess að létta álagi af...