Skip to main content

Posts

Showing posts from April, 2018
  Ráðgjöfin er að stækka - fleirum gefst kostur á að vera með Við hjá Tröppu ráðgjöf horfum fram á veginn og höfum hafið undirbúning að næsta skólaári. Við höfum fjölgað ráðgjöfum og getum tekið að okkur verkefni og þjónustu fyrir fleiri sveitarfélög frá 1. ágúst 2018. Í okkar vinnu er áherslan yfirleitt að renna styrkum stoðum undir skólastarf með því koma fram með leiðir sem einfalda störf í skólunum svo starfsfólk skólanna geti einbeitt sér að því sem það er best í, að vera með börnum, skipuleggja nám, kennslu og þróun. Markmiðið er ávallt að sveitarfélög geti boðið upp á framúrskarandi skóla. Ráðgjöf Tröppu sérhæfir sig í: Skólaskrifstofa til leigu Trappa ráðgjöf býður upp á almenna lögbundna stoðþjónustu við skóla og sveitarfélög, fjölbreyttar lausnir á stórum og litlum verkefnum sem skólastjórar, millistjórnendur, skólaskrifstofur og fræðslustjórar sinna gjarnan en oft er heppilegra að fela öðrum. Reglubundinn stuðningur og fagráðgjöf er frábær leið til þess að létta álagi af...

Framúrskarandi skólar – árangur umfram væntingar

  Framúrskarandi skólar – árangur umfram væntingar Það er óumdeilt að við eigum mikið af gögnum og upplýsingum um að við getum gert betur þegar kemur að því að mennta börnin okkar. Heimurinn breytist hratt en skólakerfið hægt. Tæknin valtar yfir okkur á hraða sem hugur okkar nær ekki utan um. En þrátt fyrir krefjandi aðstæður, og okkur finnist sem þátttakendum að jörðin sé á hreyfingu undan fótum okkar, þýðir ekkert annað en að setja undir sig hausinn og hefjast handa og setja markið hátt. Við Íslendingar erum yfir höfuð í góðum málum; menntuð þjóð, rík og ættum að geta verið leiðandi í heiminum þegar kemur að því að mennta börnin okkar. En við þurfum að vinna saman og gera miklar kröfur til hvers annars. Við getum ekki gert ráð fyrir því að samvinna ein og sér skili okkur árangri – en markviss samvinna þar sem við búum okkur til krefjandi vinnureglur mun sannarlega koma okkur af stað. Í öllum okkar verkefnum þar sem við styðjum heildstætt við skólastofnanir, leik- grunn eða framha...