Skip to main content

Framúrskarandi skólar – árangur umfram væntingar

 

Framúrskarandi skólar – árangur umfram væntingar

Það er óumdeilt að við eigum mikið af gögnum og upplýsingum um að við getum gert betur þegar kemur að því að mennta börnin okkar. Heimurinn breytist hratt en skólakerfið hægt. Tæknin valtar yfir okkur á hraða sem hugur okkar nær ekki utan um.

En þrátt fyrir krefjandi aðstæður, og okkur finnist sem þátttakendum að jörðin sé á hreyfingu undan fótum okkar, þýðir ekkert annað en að setja undir sig hausinn og hefjast handa og setja markið hátt. Við Íslendingar erum yfir höfuð í góðum málum; menntuð þjóð, rík og ættum að geta verið leiðandi í heiminum

þegar kemur að því að mennta börnin okkar. En við þurfum að vinna saman og gera miklar kröfur til hvers annars. Við getum ekki gert ráð fyrir því að samvinna ein og sér skili okkur árangri – en markviss samvinna þar sem við búum okkur til krefjandi vinnureglur mun sannarlega koma okkur af stað.

Í öllum okkar verkefnum þar sem við styðjum heildstætt við skólastofnanir, leik- grunn eða framhaldsskóla er það vinnuregla að setja markið hátt. Við höfum sett okkur viðmið um “Framúrskarandi skóla” þar sem við vinnum að því að:

  • Sýn og stefna skólans sé skýr og skólasamfélagið allt viti hvert er stefnt. Áhersla á samvinnu og einstaklingsmiðað nám.

  • Kennarar eru í reglulegu samstarfi við aðra kennara í svipuðum störfum sem byggir undir fagþekkingu og viðheldur faglegum starfsháttum.

  • Skólastarf uppfyllir öll skilyrði um ytra mat Menntamálastofnunar á þriggja ára fresti. Sjálfsmat er virkur og eðlilegur þáttur skólastarfsins.

  • Allir nemendur sýna ásættanlegar framfarir á milli ára. Námsárangri er haldið til haga á sýnilegan hátt með þátttöku nemenda og foreldra.

  • Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar og skýr viðmið um hlutfall kennsluhátta. Starfshættir kennara eru í stöðugri endurskoðun.

  • Námsmat er fjölbreytt og skýr viðmið um hvar og hvernig það birtist. Nemendur og foreldrar taka virkan þátt í námsmati.

  • Samstarf við foreldra og atvinnulífið er reglulegt og sýnilegt og samfélaginu öllu til bóta.

Í einhverjum tilvikum er bætt við þennan lista en þetta eru grunnviðmiðin sem við vinnum með. Með þessum einföldu viðmiðum hefur skólastofnunin eða sveitarfélagið ákveðið að gera betur. Að setja fram eigin viðmið um gæði, hafa þau sýnileg og áberand í skólastarfinu er eðilegur hluti skólastarfs. Lyklatriðið hér er að lofa að gera betur og óska eftir úttekt oftar en yfirvöld menntamála gera ráð fyrir. Og svo má gera enn betur og finna til fleiri viðmið, t.d. viðmið um heilsueflandi skóla, Character Education, PYP (IB), eða hvað sem fellur vel að skólastarfi eða skólaumhverfi hvers skóla.

Það er hlutverk kennara og starfsfólks menntastofnanna að styðja nemendur til þess að hafa trú á sjálfum sér og byggja upp þrautseigju og dug til stórkostlegra verka umfram væntingar. Byrjum á að vera góð fyrirmynd – setja markið hátt, skipuleggja skrefin, meta og halda svo áfram.

Kristrún Lind Birgisdóttir

Framkvæmdarstjóri og eigandi Ásgarðs

Áður birt á trappa.is fyrir nafnabreytingu


Comments

Vinsælt

Persónumiðað skólastarf fyrir öll börn - Það ER góður skóli

Gæði Ásgarðsskóla, skóla í skýjunum hafa verið staðf est, með ytra mati MMR og auðvitað líka með kerfisbundnu innra mati. Námið í skólanum er í samræmi við stefnu skólans, það er sniðið að persónulegum þörfum nemenda, það er unnið lýðræðislega með nemendum, foreldrum og starfsfólk fær þann stuðning sem þarf og innra mat uppfyllir sett skilyrði. Í Ásgarðsskóla er stefnan skýr. Hún hverfist um allt skólastarfið og birtist á hverjum degi í verkefnum nemenda og kennara. Verkaskipting í skólastjórninni er kannski óvenjuleg að einhverju leyti en uppfyllir samt ströngustu skilyrði. Einn sér um fjármál og rekstur og hefur yfirumsjón með gæðamálum . Annar er skólastjóri nemendanna, starfsfólksins og foreldranna og þriðji stjórnandinn er námskrárstjóri .  Fundir eru skipulagðir með stífri fundaáætlun í hverri viku sem aldrei eru felldir niður. Skýr verkaskipting er líka á milli kennara sem byggja á styrkleikum þeirra og kennarar sitja eins fáa fundi og mögulegt er. Það þýðir ekki að kennara...

Hvað er góður skóli? Gæðastarf í leik- og grunnskólum á mannamáli

Tímamóta ráðstefna um menntamál: „Hvað er góður skóli?“ Gæðastarf í leik- og grunnskólum á mannamáli verður haldin þann 12. apríl næstkomandi í Hofi á Akureyri. Ráðstefnan er ætluð sveitarstjórnarfólki, kennurum, starfsfólki skóla, áhugafólki um skólastarf, foreldrum og nemendum. Dagskráin hefst kl. 09.00 og lýkur um kl. 16.00. Ráðstefnugjaldið er aðeins 3.900 krónur og hægt er að tryggja sér miða hér . Skólaráðgjafaþjónustan Ásgarður stendur fyrir ráðstefnunni. Á ráðstefnunni koma fram kennarar, skólastjórnendur, ráðgjafar og stjórnendur sveitarfélaga sem þekkja vel notkun gæðaviðmiða til þess að efla gæði skólastarfs. Hagnýt ráð og leiðbeiningar á mannamáli sem henta öllum sem vilja auka gæði nútíma skólastarfs. Þetta er einstakt tækifæri fyrir sérfræðinga, kennara, skólastjórnendur, foreldra og nemendur til að koma saman og ræða gæði og mikilvægi menntunar í nútíma samfélagi. Við hvetjum alla áhugasama um gott skólastarf í leik- og grunnskólum á Íslandi til að mæta og taka þátt í þe...

Sænska og norska í stað dönsku fyrir unglingastig - nokkur pláss laus!

  Sænska og norska í stað dönsku  Fyrir nemendur á unglingastigi  Kennsla hefst mánudaginn 26. ágúst kl. 15.00 Við hjá Ásgarði skólaþjónustu höfum verið að reka Tungumálaskóla fyrir Akureyrarbæ undanfarin misseri. Við erum með nokkur laus pláss í sænsku og norsku sem okkur langar að bjóða ykkur að nýta ef þið eruð með nemendur sem ættu að vera í þeim fögum.   Kennsla í norsku og sænsku hefst þann 26. ágúst kl. 15.00 í Tungumálaskólanum sem er fjarskóli fyrir nemendur sem eru undanþegnir dönskunámi. Starfsfólk á vegum skóla og ráðgjafarþjónustunnar Ásgarðs (www.ais.is) sér um kennsluna og alla umsýslu. Tímarnir verða á mánudögum milli klukkan 15.00 og 16.00 fram á vor. Við gerum ráð fyrir að nemendur vinni sjálfstætt á milli kennslustunda og geti vonandi nýtt tímann í skólanum á meðan aðrir nemendur eru í dönsku. Hver nemandi fylgir því skóladagatali sem á við þann skóla sem viðkomandi er skráður í.  Öll kennsla fer fram á netinu sem þýðir að gert er ráð ...