Ráðgjöfin er að stækka - fleirum gefst kostur á að vera með
Við hjá Tröppu ráðgjöf horfum fram á veginn og höfum hafið undirbúning að næsta skólaári. Við höfum fjölgað ráðgjöfum og getum tekið að okkur verkefni og þjónustu fyrir fleiri sveitarfélög frá 1. ágúst 2018. Í okkar vinnu er áherslan yfirleitt að renna styrkum stoðum undir skólastarf með því koma fram með leiðir sem einfalda störf í skólunum svo starfsfólk skólanna geti einbeitt sér að því sem það er best í, að vera með börnum, skipuleggja nám, kennslu og þróun. Markmiðið er ávallt að sveitarfélög geti boðið upp á framúrskarandi skóla.
Ráðgjöf Tröppu sérhæfir sig í:
Skólaskrifstofa til leigu
Trappa ráðgjöf býður upp á almenna lögbundna stoðþjónustu við skóla og sveitarfélög, fjölbreyttar lausnir á stórum og litlum verkefnum sem skólastjórar, millistjórnendur, skólaskrifstofur og fræðslustjórar sinna gjarnan en oft er heppilegra að fela öðrum. Reglubundinn stuðningur og fagráðgjöf er frábær leið til þess að létta álagi af stjórnendum vegna verkefna sem krefjast góðrar fagþekkingar en taka tíma frá mikilvægum daglegum verkefnum (skýrslugerð, stefnumótun, sjálfsmat o.s.frv). Sameining leik- og grunnskóla, mótun skólastefnu, breytingastjórnun og almennur stuðningur er einnig meðal algengra verkefna. Þar að auki reynum eftir fremsta megni að leiða saman skóla sem eru að fást við lík viðfangsefni til þess að nýta kraftana á milli sveitarfélaga.
Mótun stefnu - og innleiðing einstaklingsmiðaðs náms samkvæmt Aðalnámskrá
Margir skólar og sveitarfélög standa frammi fyrir því að endurskoða skólastefnu sínar og innleiða hæfnimiðað nám samkvæmt Aðalnámskrá. Trappa býður upp á aðstoð við að skilgreina og koma í framkvæmd framtíðarsýn skóla sem byggir á gildandi menntastefnu yfirvalda. Að undirbúa nemendur og starfsfólk undir líf og starf í breyttum heimi krefst breytinga á kennsluháttum og vinnulagi. Við tryggjum að endurskoðaðri skólastefnu fylgi framkvæmdaáætlun um innleiðingu og eftirfylgni. Hér eru fjöldamörg tækifæri til þess að leiða saman skóla og skapa samstarfsvettvang við gerð námskráa og innleiðingu einstaklingsmiðaðs náms.
Fjarkennsla á grunnskólastigi
Ráðgjafar Tröppu hafa sérþekkingu á fjarkennslu á grunnskólastigi. Við bjóðum uppá fjarkennslu á unglingastigi og nýtum þannig möguleika tækninnar til að koma sérþekkingu til nemenda í grunnskólum í dreifðum byggðum landsins. Við byggjum á styrkleikum hvers og eins með því að leggja fjölbreytta einstaklingsmiðaða náms- og kennsluhætti til grundvallar og gefum nemendum tækifæri til að taka þátt í ákvarðanatökum varðandi nám sitt og viðfangsefni.
Við bjóðum upp á ráðgjöf við útfærslu á fjarkennsluverkefnum, og stuðning og kennsluráðgjöf við kennara, skólastjórnendur og fræðslunefndir. Möguleikarnir eru óendanlegir. Með tækninni gefst einstakt tækfæri. Fjar-samstarf kennara er vannýtt tækifæri til skólaþróunar.
Við reynum eftir fremsta megni að nýta tæknina til að auðvelda vinnuna og spara ferðalög. Við teljum að mikilvægt sé að greina stöðuna vandlega og koma auga á tækifæri til að gera einfaldar breytingar í takt við tímann.
Við bjóðum upp á faglega samantekt á því hver staðan er í hverju sveitarfélagi fyrir sig minni sveitarfélögum að kostnaðarlausu. Hafið samband og við komum í heimsókn eða skipuleggjum fjarfund allt eftir aðstæðum.
Við erum alltaf með símann opinn og tölvupósturinn er frábært tæki til að stofna til samskipta. Við erum líka á Facebook - og þar tökum við einnig við skilaboðum.
Best kveðjur,
Kristrún Lind Birgisdóttir framkvæmdastjóri
og ráðgjafateymi Ásgarðs.
Áður birt á trappa.is fyrir nafnabreytingu
Comments
Post a Comment