Skip to main content

Posts

Showing posts from November, 2018

Ávísun á brotthvarf úr framhaldsskólum?

  Ávísun á brotthvarf úr framhaldsskólum? Vinur minn er 16 ára og nýbyrjaður í framhaldsskóla – hann telur dagana þar til hann fær bílpróf og eyðir þar af leiðandi tölvert af sínum tíma í að skoða bílaauglýsingar. Hann talar um hestöfl og dekkjastærðir og meðalhraða og síðan tekur við einhver runa um þýskt gæðastál og ryðvarnir – tungumál sem ég tengi afar lítið við. Eftir góðan fyrirlestur um hvaða bíla væri eðlilegast að eiga – eftir aldri kyni og uppruna þá barst talið að skólanum. Vinur minn var nefnilega að fara í próf í íslensku. Forvitni mín var vakin – út á hvað skildi próf í íslensku 1. bekk í framhaldsskóla ganga? Þarna var hann að tala tungumál sem ég kannaðist við. Hann opnaði tölvuna sína og deildi með mér glærusýningunni sem hann átti að nota til að læra fyrir prófið. Ég verð að segja að ég þurfti að lesa slæðurnar aftur og aftur til að trúa mínum eigin augum. Viðfangsefnið í íslensku í 1. bekk á viðskiptafræðibraut var nefnilega MÁLSAGA. Ég tek hér saman nokkrar af þ...

Af því að börnin okkar eru öll stórkostleg – byggjum á styrkleikum þeirra

Við brennum fyrir einstaklingsmiðuðu / sérsniðnu námi, okkar leiðarljós í öllu okkar starfi hvetjum við til þess að í auknum mæli velji skólar aðferðir sem eru líklegri en aðrar til þess að koma betur til móts við þarfir nemenda helst á heildstæðan máta. Nánast allt í lífi barna og ungmenna í dag er einstaklingsmiðað/sérsniðið . Þau horfa á sérsniðna dagskrá í sjónvarpinu, þau velja sér íþróttir sem þau vilja stunda, þau velja sér vini og fréttaveiturnar þeirra á Musically, Snapchat og Instagram er sérsniðið út frá þeirra hegðun á netinu – með “dass” af áhrifum frá fylgjendum og vinum. Þegar þau svo koma í skólann er þeim flestum réttar eins námsbækur – oft fá heilu árgangarnir sömu bókina og fylla síðan inn í verkefnabókina sem fylgir með. Allir fá eins – kannski fá þau að fara mishratt yfir- eða sleppa einhverju. Sem sagt – líklega eitt af mjög fáu í þeirra lífi sem er almennt ekki sérsniðið að þeirra þörfum eða áhuga ( og hér er nýjasta skýrslan sem staðfestir að við erum almennt ...