Ávísun á brotthvarf úr framhaldsskólum?
Vinur minn er 16 ára og nýbyrjaður í framhaldsskóla – hann telur dagana þar til hann fær bílpróf og eyðir þar af leiðandi tölvert af sínum tíma í að skoða bílaauglýsingar. Hann talar um hestöfl og dekkjastærðir og meðalhraða og síðan tekur við einhver runa um þýskt gæðastál og ryðvarnir – tungumál sem ég tengi afar lítið við.
Eftir góðan fyrirlestur um hvaða bíla væri eðlilegast að eiga – eftir aldri kyni og uppruna þá barst talið að skólanum. Vinur minn var nefnilega að fara í próf í íslensku. Forvitni mín var vakin – út á hvað skildi próf í íslensku 1. bekk í framhaldsskóla ganga? Þarna var hann að tala tungumál sem ég kannaðist við. Hann opnaði tölvuna sína og deildi með mér glærusýningunni sem hann átti að nota til að læra fyrir prófið.
Ég verð að segja að ég þurfti að lesa slæðurnar aftur og aftur til að trúa mínum eigin augum. Viðfangsefnið í íslensku í 1. bekk á viðskiptafræðibraut var nefnilega MÁLSAGA. Ég tek hér saman nokkrar af þeim spurningum sem átti að undirbúa sig fyrir að svara á prófi.
Hvað gerðist þegar indóevrópumenn komu?
Hverjir voru þjóðflokkar indóevrópumanna?
Keltneska telst til indóevrópsku málaættarinnar ásamt tíu öðrum tungumálaættum., hverjum?
Hvaða heimildir eru til um frumnorrænu – elsta germanskt tungumál Norðurlanda?
Aðgreining Norðurlandamála frá öðrum germönskum málum nefndu dæmi.
Það er skemmst frá því að segja að vinur minn fékk 3.9 á prófinu – ég kalla hann góðan. Prófið var krossapróf. Ég læt nokkrar myndir af glærunum fylgja – ég skora á ykkur að skoða.
Comments
Post a Comment