Við brennum fyrir einstaklingsmiðuðu/sérsniðnu námi, okkar leiðarljós í öllu okkar starfi hvetjum við til þess að í auknum mæli velji skólar aðferðir sem eru líklegri en aðrar til þess að koma betur til móts við þarfir nemenda helst á heildstæðan máta.
Nánast allt í lífi barna og ungmenna í dag er einstaklingsmiðað/sérsniðið. Þau horfa á sérsniðna dagskrá í sjónvarpinu, þau velja sér íþróttir sem þau vilja stunda, þau velja sér vini og fréttaveiturnar þeirra á Musically, Snapchat og Instagram er sérsniðið út frá þeirra hegðun á netinu – með “dass” af áhrifum frá fylgjendum og vinum.
Þegar þau svo koma í skólann er þeim flestum réttar eins námsbækur – oft fá heilu árgangarnir sömu bókina og fylla síðan inn í verkefnabókina sem fylgir með. Allir fá eins – kannski fá þau að fara mishratt yfir- eða sleppa einhverju. Sem sagt – líklega eitt af mjög fáu í þeirra lífi sem er almennt ekki sérsniðið að þeirra þörfum eða áhuga (og hér er nýjasta skýrslan sem staðfestir að við erum almennt ekki – að bjóða börnum upp á sérsniðið nám).
Í grein Bjarkar Pálmadóttur eru nokkur góð ráð um sérsniðið/einstaklingsmiðað nám sem sýna fram á að þegar nemendur fá að taka þátt í að sérsníða sitt nám þá verði þau áhugasamari, hamingjusamari, taki frekar þátt og lifi sig frekar inn í viðfangsefnin í skólanum. Sem þýðir þá væntanlega, færri agavandamál, minni sérkennsla og skemmtilegri skóli!
Það er engin ástæða til að bíða með að sérsníða nám, aukum markvisst við. Byggjum á styrkleikum barnanna og bætum við á hverjum degi og styðjum þau í taka markvisst þátt í vali á viðfangsefnum, setja sér háleitari markmið og njóta þess að bæta við sig á hverjum degi. Af því að þau eru öll stórkostleg – og í nútímasamfélagi þurfum við á fjölbreyttum einstaklingum að halda sem geta leyst stórkostleg vandamál og fengið stórkostlegar hugmyndir.
Kristrún Lind Birgisdóttir
Sérfræðingur í kennsluaðferðum og framkvæmdastjóri Ásgarðs
Comments
Post a Comment