Skip to main content

Af því að börnin okkar eru öll stórkostleg – byggjum á styrkleikum þeirra

Við brennum fyrir einstaklingsmiðuðu/sérsniðnu námi, okkar leiðarljós í öllu okkar starfi hvetjum við til þess að í auknum mæli velji skólar aðferðir sem eru líklegri en aðrar til þess að koma betur til móts við þarfir nemenda helst á heildstæðan máta.

Nánast allt í lífi barna og ungmenna í dag er einstaklingsmiðað/sérsniðið. Þau horfa á sérsniðna dagskrá í sjónvarpinu, þau velja sér íþróttir sem þau vilja stunda, þau velja sér vini og fréttaveiturnar þeirra á Musically, Snapchat og Instagram er sérsniðið út frá þeirra hegðun á netinu – með “dass” af áhrifum frá fylgjendum og vinum.

Þegar þau svo koma í skólann er þeim flestum réttar eins námsbækur – oft fá heilu árgangarnir sömu bókina og fylla síðan inn í verkefnabókina sem fylgir með. Allir fá eins – kannski fá þau að fara mishratt yfir- eða sleppa einhverju. Sem sagt – líklega eitt af mjög fáu í þeirra lífi sem er almennt ekki sérsniðið að þeirra þörfum eða áhuga (og hér er nýjasta skýrslan sem staðfestir að við erum almennt ekki – að bjóða börnum upp á sérsniðið nám).

Í grein Bjarkar Pálmadóttur eru nokkur góð ráð um sérsniðið/einstaklingsmiðað nám sem sýna fram á að þegar nemendur fá að taka þátt í að sérsníða sitt nám þá verði þau áhugasamari, hamingjusamari, taki frekar þátt og lifi sig frekar inn í viðfangsefnin í skólanum. Sem þýðir þá væntanlega, færri agavandamál, minni sérkennsla og skemmtilegri skóli!

Það er engin ástæða til að bíða með að sérsníða nám, aukum markvisst við. Byggjum á styrkleikum barnanna og bætum við á hverjum degi og styðjum þau í taka markvisst þátt í vali á viðfangsefnum, setja sér háleitari markmið og njóta þess að bæta við sig á hverjum degi. Af því að þau eru öll stórkostleg – og í nútímasamfélagi þurfum við á fjölbreyttum einstaklingum að halda sem geta leyst stórkostleg vandamál og fengið stórkostlegar hugmyndir.

Kristrún Lind Birgisdóttir

Sérfræðingur í kennsluaðferðum og framkvæmdastjóri Ásgarðs

https://youtu.be/wEJd2RyGm8Q




Comments

Vinsælt

Persónumiðað skólastarf fyrir öll börn - Það ER góður skóli

Gæði Ásgarðsskóla, skóla í skýjunum hafa verið staðf est, með ytra mati MMR og auðvitað líka með kerfisbundnu innra mati. Námið í skólanum er í samræmi við stefnu skólans, það er sniðið að persónulegum þörfum nemenda, það er unnið lýðræðislega með nemendum, foreldrum og starfsfólk fær þann stuðning sem þarf og innra mat uppfyllir sett skilyrði. Í Ásgarðsskóla er stefnan skýr. Hún hverfist um allt skólastarfið og birtist á hverjum degi í verkefnum nemenda og kennara. Verkaskipting í skólastjórninni er kannski óvenjuleg að einhverju leyti en uppfyllir samt ströngustu skilyrði. Einn sér um fjármál og rekstur og hefur yfirumsjón með gæðamálum . Annar er skólastjóri nemendanna, starfsfólksins og foreldranna og þriðji stjórnandinn er námskrárstjóri .  Fundir eru skipulagðir með stífri fundaáætlun í hverri viku sem aldrei eru felldir niður. Skýr verkaskipting er líka á milli kennara sem byggja á styrkleikum þeirra og kennarar sitja eins fáa fundi og mögulegt er. Það þýðir ekki að kennara...

Hvað er góður skóli? Gæðastarf í leik- og grunnskólum á mannamáli

Tímamóta ráðstefna um menntamál: „Hvað er góður skóli?“ Gæðastarf í leik- og grunnskólum á mannamáli verður haldin þann 12. apríl næstkomandi í Hofi á Akureyri. Ráðstefnan er ætluð sveitarstjórnarfólki, kennurum, starfsfólki skóla, áhugafólki um skólastarf, foreldrum og nemendum. Dagskráin hefst kl. 09.00 og lýkur um kl. 16.00. Ráðstefnugjaldið er aðeins 3.900 krónur og hægt er að tryggja sér miða hér . Skólaráðgjafaþjónustan Ásgarður stendur fyrir ráðstefnunni. Á ráðstefnunni koma fram kennarar, skólastjórnendur, ráðgjafar og stjórnendur sveitarfélaga sem þekkja vel notkun gæðaviðmiða til þess að efla gæði skólastarfs. Hagnýt ráð og leiðbeiningar á mannamáli sem henta öllum sem vilja auka gæði nútíma skólastarfs. Þetta er einstakt tækifæri fyrir sérfræðinga, kennara, skólastjórnendur, foreldra og nemendur til að koma saman og ræða gæði og mikilvægi menntunar í nútíma samfélagi. Við hvetjum alla áhugasama um gott skólastarf í leik- og grunnskólum á Íslandi til að mæta og taka þátt í þe...

Sænska og norska í stað dönsku fyrir unglingastig - nokkur pláss laus!

  Sænska og norska í stað dönsku  Fyrir nemendur á unglingastigi  Kennsla hefst mánudaginn 26. ágúst kl. 15.00 Við hjá Ásgarði skólaþjónustu höfum verið að reka Tungumálaskóla fyrir Akureyrarbæ undanfarin misseri. Við erum með nokkur laus pláss í sænsku og norsku sem okkur langar að bjóða ykkur að nýta ef þið eruð með nemendur sem ættu að vera í þeim fögum.   Kennsla í norsku og sænsku hefst þann 26. ágúst kl. 15.00 í Tungumálaskólanum sem er fjarskóli fyrir nemendur sem eru undanþegnir dönskunámi. Starfsfólk á vegum skóla og ráðgjafarþjónustunnar Ásgarðs (www.ais.is) sér um kennsluna og alla umsýslu. Tímarnir verða á mánudögum milli klukkan 15.00 og 16.00 fram á vor. Við gerum ráð fyrir að nemendur vinni sjálfstætt á milli kennslustunda og geti vonandi nýtt tímann í skólanum á meðan aðrir nemendur eru í dönsku. Hver nemandi fylgir því skóladagatali sem á við þann skóla sem viðkomandi er skráður í.  Öll kennsla fer fram á netinu sem þýðir að gert er ráð ...