“Meira af”og “minna af” við þróun starfshátta í kennslustofunni til einstaklingsmiðaðs náms Eitt af því sem kemur fram í úttekt um framkvæmd stefnu íslenska ríkisins um menntun án aðgreiningar á Íslandi er mikilvægi þess að kennarar fái stuðning til þess að koma til móts við fjölbreyttar þarfir nemendahópsins í skólum landsins. Við hjá Ásgarði (áður Tröppu ráðgjöf) höfum einsett okkur að styðja kennara við að koma í framkvæmd aðferðum í kennslustofunni sem byggja á styrkleikum hvers og eins og auðvelda framkvæmd skapandi hæfnimiðaðs náms í skólum. Þessi einfaldi listi kemur úr bókinni “Making PYP happen; A curriculum framework for international primary education”. IB 2009 – en fjölmargt gagnlegt efni er að finna í innleiðingarheftum sem fylgja með IB námskránni. Á meðan að íslenskir grunn- og framhaldsskólakennarar hafa ekki fengið innleiðingarhefti með Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 höfum við einsett okkur að reyna að styðja við kennara, foreldra, skólastjórnendur og stjórnvöld við...