Skip to main content

Posts

Showing posts from August, 2019

“Meira af”og “minna af” við þróun starfshátta í kennslustofunni til einstaklingsmiðaðs náms

“Meira af”og “minna af” við þróun starfshátta í kennslustofunni til einstaklingsmiðaðs náms Eitt af því sem kemur fram í úttekt um framkvæmd stefnu íslenska ríkisins um menntun án aðgreiningar á Íslandi er mikilvægi þess að kennarar fái stuðning til þess að koma til móts við fjölbreyttar þarfir nemendahópsins í skólum landsins. Við hjá Ásgarði (áður Tröppu ráðgjöf) höfum einsett okkur að styðja kennara við að koma í framkvæmd aðferðum í kennslustofunni sem byggja á styrkleikum hvers og eins og auðvelda framkvæmd skapandi hæfnimiðaðs náms í skólum. Þessi einfaldi listi kemur úr bókinni “Making PYP happen; A curriculum framework for international primary education”. IB 2009 – en fjölmargt gagnlegt efni er að finna í innleiðingarheftum sem fylgja með IB námskránni. Á meðan að íslenskir grunn- og framhaldsskólakennarar hafa ekki fengið innleiðingarhefti með Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 höfum við einsett okkur að reyna að styðja við kennara, foreldra, skólastjórnendur og stjórnvöld við...

Lýðræði og mannréttindi – tíu beinagrindir að stigvaxandi þemaverkefnum – og nokkrar kennsluáætlanir

  Lýðræði og mannréttindi – tíu beinagrindir að stigvaxandi þemaverkefnum – og nokkrar kennsluáætlanir Trappa ráðgjöf (nú Ásgarður) og Menntamálastofnun ásamt þremur skólum (Grunnskólanum á Hólmavík, Hörðuvallaskóla og Síðuskóla) hófu vinnu í lok síðasta árs við að gera grunnþáttinn lýðræði og mannréttindi sýnilegri í skólastarfi. Einn liður í því var að við myndum skrifa saman kennsluáætlanir að tíu þemaverkefnum undir grunnþættinum og gera þannig tilraun til þess að leggja fram að minnsta kosti eitt gott dæmi um hvernig útfæra má einstaklingsmiðað nám með viðkomandi grunnþátt að leiðarljósi. En margir af okkar kennurum og stjórnendum hafa einmitt kallað eftir því að fá að minnsta kosti eitt gott dæmi um útfærslur á einstaklingsmiðuðu námi í anda Aðalnámskrár. Því miður var skrúfað fyrir þann hluta verkefnisins í miðju kafi en eftir standa beinagrindur að tíu þemaverkefnum eftir bekkjum sem upplagt er að nýta sem grunn þar sem íslenska, samfélagsfræði og upplýsinga og tæknimennt ...