Það heyrist oft í umræðunni að ástæða þess að drengir hafi slakan lesskilning sé að þeir lesi ekki nóg. Fyrir ansi mörgum árum fékk ég spurningu frá föður eins nemandans í umsjónarbekknum um hvernig væri hægt að bæta árangur hans á lesskilningsprófum. Ég nefndi að eina leiðin væri að lesa texta, lesa bækur eða tímarit. Faðirinn svaraði því til að drengir lesi ekki í dag og spurði hvað annað væri hægt að gera. Það sést á þessari spurningu og svari foreldrisins að það sem skipti máli var útkoma drengsins úr prófi en ekki áhyggjur af því að sonurinn les aldrei neitt og var með slakan lesskilning í öllu námi. Annað sem heyrist oft er að nemendur sjái ekki tilgang í því sem við erum að gera og geri því ekkert. Ég hef sjálf nefnt það þegar ég tala um bráðgera nemendur, því ég hef séð að það hjálpar oft að útskýra tilgang verkefna fyrir þeim til að þeir nenni að gera þau. Eitt sem hjálpar er að vera með skýrar verkefnalýsingar, skýr námsmarkmið (hvað á nemandinn að læra?) og flott viðmið um á...