Það er mikilvægt að skrá merka viðburði. Við erum stolt og hrærð yfir því að hafa geta stigið þetta ótrúlega og mikilvæga skref að kenna valgreinar ÞVERT á fámenna skóla á landsbyggðinni. Þetta eykur stærðarhagkvæmni OG þjónustu við ungmenni. Ímyndum okkur að nemendur OG kennarar geti unnið störf við hæfni. Það skiptir kennara líka máli að geta kennt þar sem sérþekking þeirra liggur. Kennari lunkinn í bragfræði á Flateyri getur tekið að sér að vinna með nemendum um land allt á sama tíma og aðrir einblína á menntaskólastærðfræði eða tölvuleikjahönnun.
Frábærum áfanga var náði í byrjun september þegar nemendur úr níu mismunandi skólum mættu í tíma í tvær fyrstu valgreinarnar okkar. Flestir höfðu valið tölvuleikjahönnun (og þurftum við því að skipta þeim í tvo hópa) en kennarinn í því fagi er starfandi tölvuleikjahönnuður í Noregi. Hitt valfagið er eitt af verkefnunum okkar sem margir kennarar eru nota þessa dagana og heitir Hver er ég?
Valgreinaverkefnin eru samþætt og þar er unnið með fjöldan allan af hæfniviðmiðum en námsmatið fer fram jafnhliða. Samstarf Ásgarðs við www.learncove.io gerir okkur kleift að koma námsefninu til nemenda og að sjálfssögðu eru öll verkefnin persónumiðuð. Við stefnum á að bjóða upp á fleiri valgreinar eftir áramót og erum mjög ánægð með að geta boðið nemendum í fámennum skólum einhverja flóru af valfögum og tækifæri til að vinna með nemendum í öðrum sveitarfélögum líka.
SSNE styrkti okkur til þessa verkefnis sem við erum gríðarlega þakklát fyrir.
Kristrún Lind Birgisdóttir
www.ais.is kristrun@ais.is
Comments
Post a Comment