Vigdís Grace og Elísa Björt búa í sitthvorri heimsálfunni þar sem margt er ólíkt. Skólar, vinir og kúltúr hafa mikil áhrif á stelpurnar tvær. Elísa býr á Spáni meðan Vigdís býr í Afríku. Þær báðar eru búnar að vera staddar á þeim stöðum í sirka 2 og hálfan mánuð, þær eru báðar eru í Ásgarðsskóla og búa 7000 km frá hvor annarri, það tekur 1,460 klukkutíma gangandi á milli staða. Spánverjar eru þekktir mest sem kaþólskir trúar en þar á meðan eru Afríku búar með flest öll trúarbrögðin en trúa helst á rétttrúnað/orthodox christian og múslimatrú. Fyrsta sem Elísa tók eftir var bara að hitinn og húsin eru allt öðruvísi en þar á meðan fannst Vigdísi breytingin mikil frá samfélagi og skóla. Vigdís gengur í einkaskóla með ameríska kennara meðan Elísa er í fullum skóla í Ásgarðsskóla. Elísu finnst fínt í Ásgarðsskóla eina sem er það erfiðasta er félagslífið, annars er allt fínt. Vigdís er í ásgarði og amerískum einkaskóla sem heitir QSI, hún segir að ásgarður er æðislegur því þá fær hún séns á þ...