Opið mán, fim og annan hvern fös kl. 14-16
Í skýjunum er félagsmiðstöð sem ungmenni í Ásgarðsskóla í skýjunum stofnuðu fyrir sig og aðra krakka sem kjósa að sækja sitt félagslíf að einhverju leiti í gegn um netið. Í dag eru öll sem taka þátt í starfseminni jafnframt nemendur í Ásgarðsskóla en við viljum gjarnan bjóða fleirum að taka þátt með okkur þegar fram líða stundir.
Þau sem skipuleggja starfið kalla sig Æsi og setjast á rökstóla þar sem teknar eru ákvarðanir um starfsemina frá ö-a með stuðningi starfsfólks. Hvert ungmenni má ráða því hvort það vilji setjast á rökstóla og hversu oft en hægt er að fá þátttöku metna innan skólans.
Með kosningu og samræðum komust Æsirnir í ár að því að best væri að hafa opið tvisvar í viku, strax eftir skóla, nánar tiltekið milli klukkan 14 og 16 á mánudögum og fimmtudögum. Þett er ekki hvað síst vegna þess að hluti okkar er erlendis og nokkrum klukkustundum á undan. Auk þess er D&D spilað í skýinu annan hvern föstudag frá klukkan 14.
Æsirnir skipuleggja opnanir sjálf með stuðningi starfsmanns og hafa meðal annars spilað, horft á mynd, bakað, farið í tölvuleiki og margt fleira. Í vor fer Í skýinu saman í vorreisu þar sem við lendum í ýmsum ævintýrum í raunheimum.
Comments
Post a Comment