Ásgarður og Vinnumálastofnun gera samning um náms- og starfsráðgjöf
Í síðustu viku gerðu Ásgarður (AIS ehf) og Vinnumálastofnun með sér samning um að náms- og starfsráðgjafar Ásgarðs myndu sinna ráðgjöf til atvinnuleitenda. Kristrún Lind Birgisdóttir og Soffía Gísladóttir forstöðumaður Vinnumálastofnunnar á Akureyri undirritaðu samninginn.
Fyrstu viðtölin hefjast í vikunni. Tveir reynslumiklir náms- og starfsráðgjafar hafa bæst í hóp ráðgjafa Ásgarðs, þær Ágústa Björnsdóttir og Iðunn Kjartansdóttir en tengiliður við Vinnumálastofnun og umsjónarmaður verkefna í Ásgarði er Hildur Betty Kristjánsdóttir.
Það er mikilvægt og ánægjulegt að geta lagt lóð á vogarskálarnar þegar illa árar í samfélaginu og að við getum tekið þátt í því að koma málum á réttan kjöl. Ágústa, Iðunn og Hildur Betty búa allar að því að hafa tekið þátt í byggja upp atvinnulífið í kjölfar hrunsins 2007.
Náms- og starfsráðgjafar Ásgarðs nota Köru Connect fyrir viðtölin enda er okkur umhugað um persónuvernd skjólstæðinga okkar.
Kristrún Lind Birgisdóttir
Framkvæmdastjóri og eigandi Ásgarðs í skýjunum
Framkvæmdastjóri og eigandi Ásgarðs í skýjunum
Comments
Post a Comment