Skip to main content

Námsvísar - Vegvísar náms í grunnskólum

Ráðgjafar Ásgarðs hafa frá árinu 2017 aðstoðað skóla við að innleiða námsvísa þar sem grunnþættir menntunnar marka áherslur vetrarins í sex meginþemum yfir skólaárið. Námsvísarnir eru sjónrænt skipulag á fyrirhuguðu námi skólaársins og eru gjarnan gerðir í þriggja til fjögurra ára rúllum. 

Námsvísar eru einföld leið til þess að ákveða þau megin námsmarkmið sem fyrirhugað er að eigi sér stað á komandi skólaári. Námsvísarnir eins og þeir hafa verið settir fram með samstarfsskólum Ásgarðs gera ráð fyrir því að sex eða færri meginþemu leiði námið á skólaárinu með grunnþætti menntunnar að leiðarljósi. Þannig hafa grunnþættir menntunnar skýr áhrif á val náms í viðkomandi skóla eða á viðkomandi skólastigi. 

Á undanförnum árum hafa bæst við kennarateymi sem innan skólanna nýta sér námsvísa til þess að koma sér saman um nám vetrarins og með tímanum safnast námsvísar saman í nokkura ára rúllur sem verða lagðar til grundvallar í framtíðar skipulagi. 

Fyrirmynd námsvísanna er að finna hjá IB skólum sem starfa víða um heim en þeirra námsvísar byggja á grunnstoðum sem stefna IB skólanna leggur. Ráðgjafar Ásgarðs gerðu fyrsta námsvísinn í samstarfsverkefni við Menntmálastofnun um að innleiða grunnþáttinn lýðræði og mannréttdindi. Uppfrá því undir leiðsögn ráðgjafa Ásgarðs, hófu nokkrir skólar tilraunastarfsemi með námsvísa og þeir sem hvað lengst hafa unnið með námsvísa eru Grunnskólinn á Hólmavík, Patreksskóli, Grunnskólinn í Bolungarvík, Tálknafjarðarskóli og nú í seinni tíð hafa fjölmargir stærri skólar bæði í Kópavogi, á Akureyri, í Reykjavík og um allt land tekið upp sjónræna námsvísa. Sá námsvísir sem hefur þróast yfir að ná yfir allt skólastarf er námsvísir Ásgarðsskóla - skóla í skýjunum en hann nær yfir allt nám skólaársins. 

Meginmarkmið með vinnu með námsvísa er að finna með hverjum skóla eða kennarateymi fyrir sig bestu leiðirnar til þess að vísa veginn, efla og skýra námsmarkmið með skólastarfinu og setja fram á skilmerkan og skiljanlegan hátt. Samhliða gerð sjónrænna og einfalda námsvísa verður auðveldara fyrir kennara, nemendur, stjórnendur og skólasamfélagsins alls að vera með skýra sýn á það nám sem á sér stað á hverjum tíma í skólastarfinu. Slíkt skipulag samræmist vel markmiðum leiðsganarnáms og gæðastarfs í skólum.

Úr uppfærðum gæðaviðmiðum MMS um gæðastarf í grunnskólum.

  • Grunnþáttum menntunar er gerð skil í námsvísum og áætlunum um nám. 
  • Námsvísar og markmið náms eru greinargóð og byggja á hæfniviðmiðum aðalnámskrá. 
  • Námsvísar og áætlanir endurspegla þessar áherslur, svo sem um eflingu læsis, skóla án aðgreiningar, kennslu í íslensku sem öðru máli og sérstakar áherslur sveitarfélags. 
  • Námsvísar/bekkjarnámskrár eða árganganámskrár eru kynntar með markvissum hætti fyrir nemendum og foreldrum og þeir hvattir til að nýta sér þær.
  • Fram kemur í námsvísum og áætlunum um kennslu hvernig námsaðlögun er háttað í hverri námsgrein eða viðfangsefni.  
  • Í námsvísum kemur fram hvernig unnið er að því að efla lykilhæfni allra nemenda. 
Nú eru námskeið og starfsdagar aðgengilegir öllum skólum í vefbúð Ásgarðs

Kristrún Lind Birgisdóttir 
Eigandi og framkvæmdastjóri Ásgarðs skólaráðgjafaþjónust 








Comments

Vinsælt

Persónumiðað skólastarf fyrir öll börn - Það ER góður skóli

Gæði Ásgarðsskóla, skóla í skýjunum hafa verið staðf est, með ytra mati MMR og auðvitað líka með kerfisbundnu innra mati. Námið í skólanum er í samræmi við stefnu skólans, það er sniðið að persónulegum þörfum nemenda, það er unnið lýðræðislega með nemendum, foreldrum og starfsfólk fær þann stuðning sem þarf og innra mat uppfyllir sett skilyrði. Í Ásgarðsskóla er stefnan skýr. Hún hverfist um allt skólastarfið og birtist á hverjum degi í verkefnum nemenda og kennara. Verkaskipting í skólastjórninni er kannski óvenjuleg að einhverju leyti en uppfyllir samt ströngustu skilyrði. Einn sér um fjármál og rekstur og hefur yfirumsjón með gæðamálum . Annar er skólastjóri nemendanna, starfsfólksins og foreldranna og þriðji stjórnandinn er námskrárstjóri .  Fundir eru skipulagðir með stífri fundaáætlun í hverri viku sem aldrei eru felldir niður. Skýr verkaskipting er líka á milli kennara sem byggja á styrkleikum þeirra og kennarar sitja eins fáa fundi og mögulegt er. Það þýðir ekki að kennara...

Hvað er góður skóli? Gæðastarf í leik- og grunnskólum á mannamáli

Tímamóta ráðstefna um menntamál: „Hvað er góður skóli?“ Gæðastarf í leik- og grunnskólum á mannamáli verður haldin þann 12. apríl næstkomandi í Hofi á Akureyri. Ráðstefnan er ætluð sveitarstjórnarfólki, kennurum, starfsfólki skóla, áhugafólki um skólastarf, foreldrum og nemendum. Dagskráin hefst kl. 09.00 og lýkur um kl. 16.00. Ráðstefnugjaldið er aðeins 3.900 krónur og hægt er að tryggja sér miða hér . Skólaráðgjafaþjónustan Ásgarður stendur fyrir ráðstefnunni. Á ráðstefnunni koma fram kennarar, skólastjórnendur, ráðgjafar og stjórnendur sveitarfélaga sem þekkja vel notkun gæðaviðmiða til þess að efla gæði skólastarfs. Hagnýt ráð og leiðbeiningar á mannamáli sem henta öllum sem vilja auka gæði nútíma skólastarfs. Þetta er einstakt tækifæri fyrir sérfræðinga, kennara, skólastjórnendur, foreldra og nemendur til að koma saman og ræða gæði og mikilvægi menntunar í nútíma samfélagi. Við hvetjum alla áhugasama um gott skólastarf í leik- og grunnskólum á Íslandi til að mæta og taka þátt í þe...

Sænska og norska í stað dönsku fyrir unglingastig - nokkur pláss laus!

  Sænska og norska í stað dönsku  Fyrir nemendur á unglingastigi  Kennsla hefst mánudaginn 26. ágúst kl. 15.00 Við hjá Ásgarði skólaþjónustu höfum verið að reka Tungumálaskóla fyrir Akureyrarbæ undanfarin misseri. Við erum með nokkur laus pláss í sænsku og norsku sem okkur langar að bjóða ykkur að nýta ef þið eruð með nemendur sem ættu að vera í þeim fögum.   Kennsla í norsku og sænsku hefst þann 26. ágúst kl. 15.00 í Tungumálaskólanum sem er fjarskóli fyrir nemendur sem eru undanþegnir dönskunámi. Starfsfólk á vegum skóla og ráðgjafarþjónustunnar Ásgarðs (www.ais.is) sér um kennsluna og alla umsýslu. Tímarnir verða á mánudögum milli klukkan 15.00 og 16.00 fram á vor. Við gerum ráð fyrir að nemendur vinni sjálfstætt á milli kennslustunda og geti vonandi nýtt tímann í skólanum á meðan aðrir nemendur eru í dönsku. Hver nemandi fylgir því skóladagatali sem á við þann skóla sem viðkomandi er skráður í.  Öll kennsla fer fram á netinu sem þýðir að gert er ráð ...