Hið ljúfa læsi; Ritdómur
Hið ljúfa læsi eftir Rósu Eggertsdóttur frá árinu 2019 er nauðsynleg og eiguleg handbók í bókasafn allra sem sinna kennslu barna og ungmenna. Það eru ekki margar nýjar handbækur sem taka á náms- og kennsluskipulagi grunnskólans og kærkomið að bæta í þá flóru. Það var mér bæði ljúft og skilt að skrifa ritdóm í Tímarit um uppeldi og menntun þegar Rúnar Sigþórsson fór þess á leit við mig. Hér er gripið niður í ritdómnum en hann er að finna í heild sinni hér.
"Á heildina litið er Hið ljúfa læsi meistaraverk. Enda þótt titill bókarinnar og vísun í
Byrjendalæsi og Fluglæsi beini sjónum lesanda fyrst og fremst að læsiskennslu er handbókin mun yfirgripsmeiri og myndar ramma um áætlanagerð, kennsluskipulag og námsmat. Bókin dregur upp mynd af framúrskarandi starfsháttum á grunnskólastigi sem hægt er að yfirfæra á allar námsgreinar og flest þau markmið sem kennarar þurfa að ná með
nemendum sínum í þeim greinum sem byggjast á vinnu með tungumál, ritun, framsögn
og skilning. Bókin er eiguleg og nauðsynleg í bókasafn allra sem sinna kennslu barna og
ungmenna".
Kristrún Lind Birgisdóttir
Eigandi og framkvæmdastjóri Ásgarðs
Comments
Post a Comment