Ásgarður - skóli í skýjunum fékk starfsleyfi 18. maí 2021 til að starfrækja þróunarskóla á grunnskólastigi alfarið í skýjunum. Leyfið er veitt til þriggja ára. Menntamálastofnun er falið að fylgjast náið með verkefninu á tímabilinu og munu gera heildarúttekt á tilraunatímabilinu. Við í Ásgarði erum stolt og ánægð með það traust sem ráðherra sýnir okkur með því að heimila starfsemi skólans. Það er tímabært fyrir margra hluta sakir að valkostur um skólastarf án staðsetningar sé fyrir hendi, byggðarsjónarmið vega þungt, frelsi til flæðandi búsetu sem og sem valkostur fyrir börn og ungmenni sem eiga erfitt með margmenni. Það er mikilvægt að fram komi að það er að miklu leyti áræðni og hugrekki sveitastjórnarmanna í Reykhólahreppi að þakka að leyfið er í höfn- ekki síst Árnýjar Haraldsdóttur oddviti Reykhólahrepps og formanni mennta og menningarmálanefndar sem hefur haft óbilandi trú á verkefninu. Tækifæri við útfærslur á skólastarfi í skýjunum eru fjölmörg. Nemendur tengjast í gegnum ...