Skip to main content

Posts

Showing posts from May, 2021

Skóli í skýjunum fær starfsleyfi!

Ásgarður - skóli í skýjunum fékk starfsleyfi 18. maí 2021 til að starfrækja þróunarskóla á grunnskólastigi alfarið í skýjunum. Leyfið er veitt til þriggja ára. Menntamálastofnun er falið að fylgjast náið með verkefninu á tímabilinu og munu gera heildarúttekt á tilraunatímabilinu. Við í Ásgarði erum stolt og ánægð með það traust sem ráðherra sýnir okkur með því að heimila starfsemi skólans. Það er tímabært fyrir margra hluta sakir að valkostur um skólastarf án staðsetningar sé fyrir hendi, byggðarsjónarmið vega þungt, frelsi til flæðandi búsetu sem og sem valkostur fyrir börn og ungmenni sem eiga erfitt með margmenni. Það er mikilvægt að fram komi að það er að miklu leyti áræðni og hugrekki sveitastjórnarmanna í Reykhólahreppi að þakka að leyfið er í höfn- ekki síst Árnýjar Haraldsdóttur oddviti Reykhólahrepps og formanni mennta og menningarmálanefndar sem hefur haft óbilandi trú á verkefninu.  Tækifæri við útfærslur á skólastarfi í skýjunum eru fjölmörg. Nemendur tengjast í gegnum ...

Skera hausinn af?

Það var gaman að fylgjast með Silfrinu á sunnudaginn, menntamálin í forgrunni og nú að miklu leyti vegna skýrslu sem kom út fyrir ári síðan frá Evrópumiðstöð um nám án aðgreiningar og sérþarfa . Mjög merkilegt plagg sem nú er mikið fjallað um því skýrslan kom nýlega út á íslensku (en skýrslan kom út á ensku fyrir ári síðan). Þorbjörg Helga stóð sig frábærlega og náði að fara vel yfir þann flókna vanda sem blasir við. En mig langar að grípa boltann og halda aðeins áfram með umræðuna. Ég hef tekið eftir því að margir halda að skýrslan um nám án aðgreiningar sé einhverskonar samantekt frá PISA en það er alls ekki rétt. Um er að ræða risa úttekt sem tók tvö ár í framkvæmd, hófst árið 2015 og lauk með útgáfu skýrslunnar í byrjun síðasta árs. Auðvitað er vísað í niðurstöður PISA en þetta er miklu viðameiri úttekt sem byggir á fjölda skólaheimsókna, viðtala og spurningalista sem lagðir voru fyrir alla hagsmunaaðila og öll skólastig.  Ég hvet ykkur til að lesa! En megin áherslan við útt...

LÆRVEST - Fær styrk frá Sprotasjóði

LÆR-VEST - Faglegt lærdómsamfélag skólastjórnenda, kennara og nemenda um leiðbeinandi nám í Patreksskóla, Tálknafjarðarskóla, Reykhólaskóla, Grunnskólanum á Hólmavík, Bíldudalsskóla og Grunnskólanum í Bolungarvík en verkefnið hlaut einn af stærstu styrkjum ársins við úthlutun Sprotasjóðs menntamálaráðuneytisins á dögunum.  LÆR-VEST er faglegt lærdómsamfélag skólastjórnenda, kennara og nemenda um leiðbeinandi nám í sex grunnskólum á Vestfjörðum þar sem kennarar og nemendur vinna saman að því að tengja nám betur áhugasviði nemenda, auka eignarhald þeirra og færa námið nær leiðbeinandi kennsluháttum sem standast gæðaviðmið skólanna um nám og kennslu. Allir þátttökuskólarnir hafa sett sér gæðaviðmið um nám og kennslu sem til einföldunar kristallast í skilgreiningunni um “Leiðbeinandi kennsluhætti” sem er eftirfarandi, samkvæmt skilgreiningu matsmannanna Birnu Sigurjónsdóttur, Bjarkar Ólafsdóttur og Þóru Bjarkar Jónsdóttur (Gátlisti fyrir matsmenn fyrir ytra mat í grunnskólum, 2011)....

Námsráðgjöf á netinu

Við hjá Ásgarði sérhæfum okkur í að nýta tæknina til þess að aðlaga alhliða þjónustu- og sérfræðiráðgjöf í menntakerfinu að nýjum veruleika. Framþróun og breytingar í menntamálum kalla á mikla endurskoðun á starfsháttum þeirra sem starfa við uppeldi og menntun. Fyrir skóla- og menntastofnanir sem búa ekki svo vel að geta ráðið til sín náms- og starfsráðgjafa getur fjarþjónusta orðið til þess að efla skólastarfið í þínum skóla og verið hagkvæm og fagleg leið til veita nemendum nauðsynlega þjónustu við lok grunnskólagöngunnar . Undanfarin ár hafa skólar á landsbyggðinni boðið nemendum sínum upp á rafræna náms – og starfsráðgjöf í samstarfi við Ásgarð, með góðum árangri. Ráðgjöfin, sem er óháð staðsetningu gerir öllum skólum kleift að standa við þau lagaákvæði laga um grunn- og framhaldsskóla (2008) sem kveða á um að nemendur eigi rétt á að njóta náms- og starfsráðgjafar af til þess bærum sérfræðingum. Hjá Ásgarði starfa náms- og starfsráðgjafar með lögverndað starfsheiti sem hafa mikla...