Við hjá Ásgarði sérhæfum okkur í að nýta tæknina til þess að aðlaga alhliða þjónustu- og sérfræðiráðgjöf í menntakerfinu að nýjum veruleika. Framþróun og breytingar í menntamálum kalla á mikla endurskoðun á starfsháttum þeirra sem starfa við uppeldi og menntun.
Fyrir skóla- og menntastofnanir sem búa ekki svo vel að geta ráðið til sín náms- og starfsráðgjafa getur fjarþjónusta orðið til þess að efla skólastarfið í þínum skóla og verið hagkvæm og fagleg leið til veita nemendum nauðsynlega þjónustu við lok grunnskólagöngunnar.
Undanfarin ár hafa skólar á landsbyggðinni boðið nemendum sínum upp á rafræna náms – og starfsráðgjöf í samstarfi við Ásgarð, með góðum árangri. Ráðgjöfin, sem er óháð staðsetningu gerir öllum skólum kleift að standa við þau lagaákvæði laga um grunn- og framhaldsskóla (2008) sem kveða á um að nemendur eigi rétt á að njóta náms- og starfsráðgjafar af til þess bærum sérfræðingum. Hjá Ásgarði starfa náms- og starfsráðgjafar með lögverndað starfsheiti sem hafa mikla reynslu af ráðgjöf á öllum skólastigum og í atvinnulífinu. Ráðgjafarnir leggja sérstaka áherslu á að koma til móts við þarfir nemenda hverju sinni og sérsníða ráðgjöfina að óskum hvers skóla fyrir sig.
Ráðgjöfin getur m.a. snúist um:
Að kanna áhugasvið, færni og persónulega styrkleika með tilliti til náms í framhaldsskóla
Námsframboð að loknum grunnskóla
Náms – og starfsfræðslu
Persónuleg ráðgjöf
Hópráðgjöf
Vinnubrögð í námi
Tímastjórnun
Að efla sjálfstraust, samskipti og samstarfshæfni nemenda
Mörg sveitarfélög og skólar hafa nú þegar gert samninga við okkur um föst verkefni á skólaárinu, ákveðinn fjölda viðtala, áhugasviðskannanir og/eða kennsluráðgjöf tengda nám- og starfsráðgjöf, einnig bjóðum við upp á námskeið fyrir kennara og sveitarstjórnarmenn.
Fyrir áhugasama bjóðum við upp á fjarfund þar sem við ræðum umfang og eðli þjónustunnar, greinum þörfina og finnum leið til að móta þjónustu við hæfi.
Kristrún Lind Birgisdóttir framkvæmdastjóri kristrun@ais.is 899-9063
Ágústa Björnsdóttir Ásgarðs náms - og starfsráðgjafi agusta@ais.is 660-1772
Comments
Post a Comment