Skip to main content

Posts

Showing posts from November, 2020

Hið ljúfa læsi; Ritdómur

  Hið ljúfa læsi; Ritdómur Hið ljúfa læsi eftir Rósu Eggertsdóttur frá árinu 2019 er nauðsynleg og eiguleg handbók í bókasafn allra sem sinna kennslu barna og ungmenna. Það eru ekki margar nýjar handbækur sem taka á náms- og kennsluskipulagi grunnskólans og kærkomið að bæta í þá flóru. Það var mér bæði ljúft og skilt að skrifa ritdóm í Tímarit um uppeldi og menntun þegar Rúnar Sigþórsson fór þess á leit við mig. Hér er gripið niður í ritdómnum en hann er að finna í heild sinni hér . "Á heildina litið er Hið ljúfa læsi meistaraverk. Enda þótt titill bókarinnar og vísun í Byrjendalæsi og Fluglæsi beini sjónum lesanda fyrst og fremst að læsiskennslu er handbókin mun yfirgripsmeiri og myndar ramma um áætlanagerð, kennsluskipulag og námsmat. Bókin dregur upp mynd af framúrskarandi starfsháttum á grunnskólastigi sem hægt er að yfirfæra á allar námsgreinar og flest þau markmið sem kennarar þurfa að ná með nemendum sínum í þeim greinum sem byggjast á vinnu með tungumál, ritun, framsögn o...

Loksins ítarlegur leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi

  Loksins ítarlegur leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi Mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út í september sl. gagnlegan, ítarlegan en ekki of langan leiðarvísi um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi. Leiðarvísirinn er stuttur og framsetning er einföld. Það skiptir svo miklu máli að kennarar og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi lesi þessar örfáu síður. Á blaðsíðu 19. til 23 er upptalning á hagnýtum atriðum sem auðvelt er að renna yfir til að fá hugmyndir sem hægt er að koma strax í framkvæmd. Hér eru nokkur af mínum uppáhalds atriðum: Hvetja nemendur til að nota fleiri tungumál í heimanámi, undirbúningi og verkefnum. Skipuleggja menningarmót. Það er þverfagleg aðferð í starfi með börnum og fullorðnum, hugsuð til þess að varpa ljósi á styrkleika og fjölbreytta menningarheima þátttakenda. Gefa nemendum tækifæri til að ræða saman á móðurmálinu um það sem þeir hafa lært. Byggja ofan á fyrirliggjand...

Ásgarður og Vinnumálastofnun gera samning um náms- og starfsráðgjöf

  Ásgarður og Vinnumálastofnun gera samning um náms- og starfsráðgjöf Í síðustu viku gerðu Ásgarður (AIS ehf) og Vinnumálastofnun með sér samning um að náms- og starfsráðgjafar Ásgarðs myndu sinna ráðgjöf til atvinnuleitenda. Kristrún Lind Birgisdóttir og Soffía Gísladóttir forstöðumaður Vinnumálastofnunnar á Akureyri undirritaðu samninginn. Fyrstu viðtölin hefjast í vikunni. Tveir reynslumiklir náms- og starfsráðgjafar hafa bæst í hóp ráðgjafa Ásgarðs, þær Ágústa Björnsdóttir og Iðunn Kjartansdóttir en tengiliður við Vinnumálastofnun og umsjónarmaður verkefna í Ásgarði er Hildur Betty Kristjánsdóttir. Það er mikilvægt og ánægjulegt að geta lagt lóð á vogarskálarnar þegar illa árar í samfélaginu og að við getum tekið þátt í því að koma málum á réttan kjöl. Ágústa, Iðunn og Hildur Betty búa allar að því að hafa tekið þátt í byggja upp atvinnulífið í kjölfar hrunsins 2007. Náms- og starfsráðgjafar Ásgarðs nota Köru Connect fyrir viðtölin enda er okkur umhugað um persónuvernd skjólstæ...

Trappa ráðgjöf verður Ásgarður

Í dag hefur Trappa ehf (Trappa ráðgjöf) formlega fengið nýtt nafn og heitir nú Ásgarður í skýjunum (AIS ehf) með heimasíðuna www.ais.is . Ásgarður verður regnhlíf yfir ráðgjöfina sem var áður í Tröppu ráðgjöf (náms og starfsráðgjöf, úttektir, stefnumótun og fleira), námskeið af ýmsum toga (Íslenskuþjálfarann o.fl.) og  Ásgarðsskóla. Starfsfólk og ráðgjafar verða þeir sömu auk þess sem að við munum áfram eiga öflugt samstarf við sérfræðinga Tröppu þjálfunar. Ráðist var í nafnabreytingu meðal annars vegna þess að það hefur valdið ruglingi að hafa tvö félög Tröppu – þjónustu og ráðgjöf. Kristrún Lind er nú einn eigandi að Ásgarði og Þorbjörg Helga einbeitir sér uppbyggingu Köru Connect . Stofnun Ásgarðsskóla varð líka til þess að eðlilegt var að ráðgjöfin ætti líka heima í Ásgarði sem væri þá heimavöllur helstu verkefna og pláss væri fyrir meiri sveigjanleika s.s. Íslenskuþjálfarann, námskeiðahald – náms- og starfsráðgjöf og margt fleira. Heimasíða Ásgarðs www.ais.is er að taka á ...

Látum tannhjólin snúast!

  Látum tannhjólin snúast! Í vor fengum við í Ásgarði styrk frá SSNE til að vinna kennsluáætlun eða handbók fyrir kennara til að stuðla að því að auka vægi verkgreina og valgreina í grunnskólum með samþættingu og sköpun. Tannhjólið átti reyndar upprunalega að heita Frostrósin en sem vék fyrir betra nafni. Nú er fyrsta útgáfan af Tannhjólinu tilbúin og ráðgjafarnir okkar eru nú að kynna þátttökuskólunum handbókina en þær munu síðan handleiða kennara við að framkvæma verkið með nemendum sínum. Þær Elín Elísabet Magnúsdóttir og Esther Ösp Valdimarsdóttir hafa unnið handbókina og munu einnig sjá um handleiðsluna. Tannhjólið er rammi utan um námsferil þar sem nemendur hanna og útfæra sína eigin valgrein eða verkefni í hóp. Hugmyndafræðin byggir á hugmyndum um Forvitni Miðað nám (e. Inquiry based learning) og sköpunar nám (e. Maker centered learning) og stuðst er fyrst og fremst við hönnunarhugsun (e. Design thinking). Unnið er út frá grunnþáttunum sköpun og hæfniviðmiðum Aðalnámskrár gr...