Loksins ítarlegur leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi
Loksins ítarlegur leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi
Mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út í september sl. gagnlegan, ítarlegan en ekki of langan leiðarvísi um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi. Leiðarvísirinn er stuttur og framsetning er einföld. Það skiptir svo miklu máli að kennarar og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi lesi þessar örfáu síður. Á blaðsíðu 19. til 23 er upptalning á hagnýtum atriðum sem auðvelt er að renna yfir til að fá hugmyndir sem hægt er að koma strax í framkvæmd.
Hér eru nokkur af mínum uppáhalds atriðum:
Hvetja nemendur til að nota fleiri tungumál í heimanámi, undirbúningi og verkefnum.
Skipuleggja menningarmót. Það er þverfagleg aðferð í starfi með börnum og fullorðnum, hugsuð til þess að varpa ljósi á styrkleika og fjölbreytta menningarheima þátttakenda.
Gefa nemendum tækifæri til að ræða saman á móðurmálinu um það sem þeir hafa lært.
Byggja ofan á fyrirliggjandi tungumálaforða og þekkingu nemenda í kennslu og námi.
Síðasta atriðið finnst mér reyndar það mikilvægasta - það er að byggja ofaná fyrirliggjandi þekkingu nemenda í kennslu og námi. Börnin mín fluttu til íslands tvítyngd á ensku og íslensku en skólinn brást við með því að rétta þeim efni sem passaði þekkingu þeirra á tungumálinu en ekki efninu sjálfu. Þetta er gildra sem auðvelt er að lenda í - viðfangsefnið er að komast að því í gegnum tungumálið sem viðkomandi barn talar - hver þekkingin er. Móðurmálið má nýta áfram á áveðnum námssviðum á meðan unnið er með önnur þrengri markmið við að læra íslenskuna.
Ég var glöð og ánægð þegar ég sá í þessum glænýja leiðarvísi að okkar helstu sérfræðingar mæla með Evrópsku tungumálamöppunni til að styðja nemandann og hjálpast að við að kortleggja stöðu nemenda er kemur að tungumálum, hvort sem um er að ræða íslensku eða önnur ný tungumál.
Leiðarvísir má finna hér - Útgefandi MMR
Renata Emilsson Peskova stýrði vinnuhópnum en í honum voru:
Donata Honkowicz-Bukowska
Fríða Bjarney Jónsdóttir
Hermína Gunnþórsdóttir
Kriselle Lou Suson Jónsdóttir
Sigríður Ólafsdóttir
Vel gert, takk
Kristrún Lind Birgisdóttir
Framkvæmdastjóri Ásgarðs
Comments
Post a Comment