Skip to main content

Látum tannhjólin snúast!

 

Látum tannhjólin snúast!

Í vor fengum við í Ásgarði styrk frá SSNE til að vinna kennsluáætlun eða handbók fyrir kennara til að stuðla að því að auka vægi verkgreina og valgreina í grunnskólum með samþættingu og sköpun. Tannhjólið átti reyndar upprunalega að heita Frostrósin en sem vék fyrir betra nafni. Nú er fyrsta útgáfan af Tannhjólinu tilbúin og ráðgjafarnir okkar eru nú að kynna þátttökuskólunum handbókina en þær munu síðan handleiða kennara við að framkvæma verkið með nemendum sínum. Þær Elín Elísabet Magnúsdóttir og Esther Ösp Valdimarsdóttir hafa unnið handbókina og munu einnig sjá um handleiðsluna.

Tannhjólið er rammi utan um námsferil þar sem nemendur hanna og útfæra sína eigin valgrein eða verkefni í hóp. Hugmyndafræðin byggir á hugmyndum um Forvitni Miðað nám (e. Inquiry based learning) og sköpunar nám (e. Maker centered learning) og stuðst er fyrst og fremst við hönnunarhugsun (e. Design thinking). Unnið er út frá grunnþáttunum sköpun og hæfniviðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla. Miðpunkturinn er að nemendur hanni og útbúi sína eigin afurð og verði í ferlinu rannsakendur, hönnuðir, uppfinninga menn, framleiðendur og seljendur sinnar eigin vöru. Í ferlinu er gert ráð fyrir að nemandi leiti sér leiðsagnar hjá aðila sem hefur þekkingu sem nýtist nemanda. Miðað er við að leitað sé grænna leiða og efniviður endurunninn eins og frekast er unnt.

Í handbókinni er allt sem þarf búið er að lista upp hæfniviðmið, tímaramma og námsferlið allt. Bara byrja! Öll skjölin er hægt að hlaða niður og gera að sínum.

Markmið með Tannhjólinu

Að nemendur:

  • Læri að móta sér markmið og standa við það

  • Dýpki skilning sinn á málefni á eigin áhugasviði

  • Þrói með sér sjálfstæð vinnubrögð

  • Verði leiðtogar í eigin námi

  • Temji sér að nota styrkleika sína sér til framdráttar

  • Geti greint frá uppgötvunum sínum, reynslu og upplifun

  • Fylgi hugmynd eftir og raungeri hana sem afurð til birtingar/kynningar og umfjöllunar

Öllum er velkomið að nýta sér Tannhjólið og við hvetjum til þess að allir nýti sér efnið í heild sinni eða eitthvað úr því.

Gangi ykkur vel

Ráðgjafar Ásgarðs

Handbók í heild sinni hér - bara smella og afrita til að nýta.

Veggspjald til útprentunar hér fyrir neðan 


HonnunahugsunPDFad

Comments

Vinsælt

Persónumiðað skólastarf fyrir öll börn - Það ER góður skóli

Gæði Ásgarðsskóla, skóla í skýjunum hafa verið staðf est, með ytra mati MMR og auðvitað líka með kerfisbundnu innra mati. Námið í skólanum er í samræmi við stefnu skólans, það er sniðið að persónulegum þörfum nemenda, það er unnið lýðræðislega með nemendum, foreldrum og starfsfólk fær þann stuðning sem þarf og innra mat uppfyllir sett skilyrði. Í Ásgarðsskóla er stefnan skýr. Hún hverfist um allt skólastarfið og birtist á hverjum degi í verkefnum nemenda og kennara. Verkaskipting í skólastjórninni er kannski óvenjuleg að einhverju leyti en uppfyllir samt ströngustu skilyrði. Einn sér um fjármál og rekstur og hefur yfirumsjón með gæðamálum . Annar er skólastjóri nemendanna, starfsfólksins og foreldranna og þriðji stjórnandinn er námskrárstjóri .  Fundir eru skipulagðir með stífri fundaáætlun í hverri viku sem aldrei eru felldir niður. Skýr verkaskipting er líka á milli kennara sem byggja á styrkleikum þeirra og kennarar sitja eins fáa fundi og mögulegt er. Það þýðir ekki að kennara...

Hvað er góður skóli? Gæðastarf í leik- og grunnskólum á mannamáli

Tímamóta ráðstefna um menntamál: „Hvað er góður skóli?“ Gæðastarf í leik- og grunnskólum á mannamáli verður haldin þann 12. apríl næstkomandi í Hofi á Akureyri. Ráðstefnan er ætluð sveitarstjórnarfólki, kennurum, starfsfólki skóla, áhugafólki um skólastarf, foreldrum og nemendum. Dagskráin hefst kl. 09.00 og lýkur um kl. 16.00. Ráðstefnugjaldið er aðeins 3.900 krónur og hægt er að tryggja sér miða hér . Skólaráðgjafaþjónustan Ásgarður stendur fyrir ráðstefnunni. Á ráðstefnunni koma fram kennarar, skólastjórnendur, ráðgjafar og stjórnendur sveitarfélaga sem þekkja vel notkun gæðaviðmiða til þess að efla gæði skólastarfs. Hagnýt ráð og leiðbeiningar á mannamáli sem henta öllum sem vilja auka gæði nútíma skólastarfs. Þetta er einstakt tækifæri fyrir sérfræðinga, kennara, skólastjórnendur, foreldra og nemendur til að koma saman og ræða gæði og mikilvægi menntunar í nútíma samfélagi. Við hvetjum alla áhugasama um gott skólastarf í leik- og grunnskólum á Íslandi til að mæta og taka þátt í þe...

Sænska og norska í stað dönsku fyrir unglingastig - nokkur pláss laus!

  Sænska og norska í stað dönsku  Fyrir nemendur á unglingastigi  Kennsla hefst mánudaginn 26. ágúst kl. 15.00 Við hjá Ásgarði skólaþjónustu höfum verið að reka Tungumálaskóla fyrir Akureyrarbæ undanfarin misseri. Við erum með nokkur laus pláss í sænsku og norsku sem okkur langar að bjóða ykkur að nýta ef þið eruð með nemendur sem ættu að vera í þeim fögum.   Kennsla í norsku og sænsku hefst þann 26. ágúst kl. 15.00 í Tungumálaskólanum sem er fjarskóli fyrir nemendur sem eru undanþegnir dönskunámi. Starfsfólk á vegum skóla og ráðgjafarþjónustunnar Ásgarðs (www.ais.is) sér um kennsluna og alla umsýslu. Tímarnir verða á mánudögum milli klukkan 15.00 og 16.00 fram á vor. Við gerum ráð fyrir að nemendur vinni sjálfstætt á milli kennslustunda og geti vonandi nýtt tímann í skólanum á meðan aðrir nemendur eru í dönsku. Hver nemandi fylgir því skóladagatali sem á við þann skóla sem viðkomandi er skráður í.  Öll kennsla fer fram á netinu sem þýðir að gert er ráð ...